Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 14

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 14
Stórmarkaðir hafa unnið mjög á í samkeppninni og hlutfallsleg sala þeirra er meira en helmingur veltunnar í matvörugreininni á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er tekin í stórmarkaði Fjarðarkaups í Hafnarfirði, Bjarni Blomsterberg kaupmaður og Jón Þorsteinn Gunnarsson í Frigg eru hér að rabba saman um nýjasta tilboðið. Velta matvörubúða — átta aðilar dreifa helmingi matvörunnar notast við ókælda flutningabíla. Af þessu má sjá aö víða er pottur brotinn í framleiðslurás- inni. Því hlýtur maður að spyrja sig: Eru úrbætur væntanlegar? Hvað er framundan í þessum málum? Úrbætur Eftirfarandi úrbætur þyrftu að koma til: 1. Lítaþarf á framleiðslurásina sem eina heild sem margir mis- munandi aðilar vinna sameigin- lega að. Það krefast aukinnar samvinnu þeirra á milli og myndi leiða til þess að hver og einn fengi aukinn skilning á þeim kröf- um sem gerðar eru til hans. 2. Þau 22 sláturhús sem enn eru rekin á undanþágum geri umsvifalaust þær breytingar sem á vantar til þess að fá löggildingu tilstarfans. Gera þarf sömu kröf- ur til allra þeirra sem vinna að framleiðsluferlinu. Heimaslátrun verði stöðvuð. 3. Gerðar verði þær kröfur að kjöt sé flutt í kældum flutnings- einingum (landleið eða sjóleið) frá sláturhúsi til kaupanda. 4. Gerðar séu auknar kröfur til framleiðenda á kjötvörum sem m.a. feli í sér kælitemprun vinnslusala, hrá vara og soðin vara sé framleidd í aðskildum rýmum, eins skal hafa aðskilda kæla fyrir hrá vöru og soðna vöru. 5. Öll dreifing á tilbúnum kjöt- vörum fari fram í kældum bílum. Sama gildi um flutning og dreif- ingu á öðrum matvælategundum sem flokkast undir kælivörur. 6. Ófaglært starfsfólk fái fræðslu áður en það hefur störf í matvælaiðju. 7. Hinn almenni neytandi fái fræðslu um rétta meðhöndlun matvara frá þvíað hann tekur við henni þar til að hann neytir henn- ar. Lokaorð En hverju myndu áðurnefndar úrbætur koma til leiðar? Fram- leiðsluvörurnar næðu betri gæð- um sem myndi leiða til aukinnar neyslu hjá hinum almenna neyt- anda. Geymsluþol kjötvara er takmarkað við 3-25 daga. Geymsluþol mætti auka veru- lega í sumum tegundum. Sem dæmi má nefna að hér er kjöt- hakk venjulega með 3 daga geymsluþol í verslunarkæli. Er- lendis þar sem samfelld fram- leiðslurás er unnin, næst á sömu vöru 14 daga geymsluþol í kæli miðað við loftskiptar pakkningar. Bætt vinnubrögð skila heil- næmari vöru sem mun síður veldur matareitrunum/sýkingum. Rýrnun myndi minnka verulega sem yki arðsemi á öllum stigum. Stærsti útgjaldaliður ís- lenskra fjölskyldna eru innkaup á matvörum, eða 20.6% allra útgjalda. Vægi matvöruút- gjalda hafa reyndar minnkað mjög á síðustu árum og áratug- um, fyrir hálfri öld var hlutur matvæla 43% allra útgjalda fjölskyldnanna. Ástæður til þessarar hlutfallslegu minnk- unar eru margar. Fólk borðar á veitingahúsum í auknum mæli, ferðast til útlanda, bendir Björn Jóhannsson á í ritgerð sinni um matvörumarkaðinn á höfuð- borgarsvæðinu. Við getum bætt við frá eigin brjósti að al- menn velmegun hefur aukist, kaupmáttur launa stóraukist og þannig skapast svigrúm til inn- kaupa á ýmsu öðru en „brýn- ustu lífsnauðsynjum". Velta matvöruverslana á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári reyndist vera 14.9 milljarðar skv. könnun höfundarins. Meðalvelta búðanna var því um 123 milljónir króna. Velta á hvern íbúa var mest á Seltjarn- arnesi 215.827 krónur, en minnst á svæðinu í Kópavogi 68.619 krónur. í Reykjavík var hún 107.193 en í höfuðborginni var 69.15% veltunnar. Greini- legt er að stórmarkaður Hag- kaups á mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness hækkar mjög meðalveltu Seltirninga, þ.e. að Reykvíkingar sækja þangað til aðdrátta á matvöru. Fram kemur í ritgerð Björns að Kópavogsbúar sækja aðeins um 65% matfanga sinna innan bæjarins og svip- aða sögu má segja um íbúa Mosfellsbæjar. Innan Reykja- víkur sækja t.d. íbúar Hlíða- hverfis 55% matvörunnar utan hverfis, og í Seljahverfi virðast íbúarnir kaupa 2/3 matvörunn- ar í öðrum hverfum. Hagkaup reynist hafa afger- andi forystu í matvörudreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Velta fyrirtækisins í matvöru var 4.1 milljarður króna á síðasta ári. KRON var með 2.5 milljarða, Kjötmiðstöðin með tvær versl- anir með liðlega einn milljarð, Fjarðarkaup með 730 milljónir og Nóatún með 769 milljónir í 4 verslunum sínum. í lok síðasta árs urðu hins- vegar miklar breytingar hjá mörgum þessara fyrirtækja. Kjötmiðstöðin var lýst gjald- þrota, KRON sem rak 10 versl- anir á síðasta ári hefur selt eða leigt út a.m.k. fjórar búðir, og Nóatún hefur nú nýlega bætt við fimmtu búðinni í Mosfells- bæ. Samkvæmt þessum upplýs- ingum voru þessir fimm aðilar með veltu upp á 7.7 milljarða króna, - eða 52.2% allrar veltu í matvöruverslun höfuðborgar- svæðisins. Hagkaup hefur þarna rúm 27% heildarmarkaðarins á svæðinu, KRON 16.5%, Nóat- ún, Fjarðarkaup og Kjötmið- stöðin þetta 5-6% hvert um sig, en aðrir aðilar samtals 38.9%. Meðalvelta í verslunum reyndist afar mismunandi. Þannig var meðalvelta tíu stór- markaða á svæðinu um 754 milljónir, verslana sem eru á bilinu 501-1000 fermetrar 167.9 milljónir, verslana sem eru 01 til 500 fermetrar 91.4 milljónir og minnstu verslananna, þ.e. 45 til 200 fermetra, 25.5 milljónir. Minnstu búðirnar, sem eru 58 talsins hafa því aðeins um 10% af veltunni. Velta stórmarkaða hefur far- ið hlutfallslega vaxandi í mörg ár, - trúlega á kostnað minni verslananna. Sögðu margir kaupmenn minni búðanna í viðtölum við höfund ritgerðar- innar að þeir væru alvarlega að hugsa um að hætta rekstri. Ljóst er að matvöruverslunin er að færast á færri hendur. í Reykjavík er hlutdeild þriggja söluhæstu verslanannna, Hag- kaups, KRON og Nóatúns orð- in 55%, en aðeins 8 aðilar á öllu höfuðborgarsvæðinu annast um meira en helming sölunnar. 14 VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.