Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 13

Verzlunartíðindi - 01.02.1990, Blaðsíða 13
Matur er mannsins megin — eftir Hákon Jóhannesson, löggiltan matvælafræðing hjá Matvælatækni, rannsóknarstofu Á síðustu árum hefur matvælaiðnaðurinn á ís- landi farið í gegnum mikl- ar breytingar. í harðri samkeppni við innfluttar matvörur hafa matvæla- framleiðendur þurft að framleiða samkeppnis- hæfar vörur hvað gæðin áhrærir. Framleiðendur ýmissa matvælaflokka sem ekkert eða lítið er flutt inn af svo sem mjólk- ur- og brauðvara hafa einnig verið fljótir að til- einka sér vinnubrögð starfsbræðra í nágranna- löndunum, eins og ber- lega má sjá á því aukna úrvali sem nú er á boð- stólum. Breytingar á kjötiðnaði Fjölbreyttari kjötframleiðsla hefur breytt neysluvenjum neyt- enda og þeir gerast sífellt kröfu- harðari. Framleiðendur keppast við að hafa sem fjölbreyttastar og sem bestar vörur á boðstólum fyrir viðskiptavini sína. Megin kjöttegundirnar á markaðnum í dag eru nautakjöt (kýrkjöt), lambakjöt (kindakjöt), folalda- kjöt, svínakjöt, og kjúklingakjöt. Nokkur umræða hefur verið und- anfarnar vikur um gæðamál í kjötiðnaði, þeirri grein hans sem snýr að nauta- og lambakjöti. Umræðan hefur verið nokkuð einhliða og er viðeigandi að fjalla frekar um þennan málaflokk á breiðari grunni. Framleiðsluferlið Framleiðsluferli nauta- og lambakjöts má skipta í nokkur skref: 1. Ræktunin byrjar í haganum og er þar lagður grunnur að eldi gripsins. 2. Slátrun fer (venjulega) fram í sérstökum sláturhúsum sem eru í dag dreifð nokkuð jafnt um land- ið. Að slátrun lokinni er kjötið geymt í kæli- og frystigeymslu hússins séu þær til staðar þar til að flutningi kemur. 3. Kjötið er siðan flutt til kjöt- vinnslu kaupandans, venjulega landleiðis. VERSLUNARTÍÐINDI 4. í kjötvinnslunni fer síðan fram úrbeining kjötsins, snyrting og pökkun hinna ýmsu vöðva auk framleiðslu á ýmsum unnum kjötvörum. 5. Vörurnar eru síðan fluttar til kaupenda ýmist til matvöruversl- ana, veitingastaða eða mötun- eyta. í sumum tilfellum er kjötv- innslan í versluninni sjálfri eða mötuneytinu. Af þessu má sjá að áður en neytandinn ber augum tilbúna vöru hefur hún þurft að fara í gegnum margar hendur og átt marga viðkomustaði og ferðast lega aðstöðu til slíkrar vinnslu, m.a. skulu kjötvinnslusalir vera hitastigstempraðir. Nægilegt kælirými skal vera fyrir kjöt og tilbúnar kjötvörur, sérkæli skal hafa fyrir soðna kjötvöru. Fram- leiðsla á hráum vörum skal fara fram i öðru rými en framleiðsla á soðnum vörum. 5. Dreifingu kjötvara úr kjöt- vinnslu til kaupenda skal fram- kvæma í kældum flutningabílum. Vörum skal strax koma fyrirí kæl- um hjá kaupanda. f öllum tilvikum skal viðhafa gott hreinlæti og innra eftirlit.. um langa vegu vegna staðsetn- ingar sláturhúsa. Ræktun nauta- og lambakjöts á sér langa hefð hér á landi ólíkt t.d. svína- og kjúklingaræktun. Sláturhús voru snemma byggð í helstu byggða- kjörnum og voru um 120 árið 1950 en fór að fækka upp úr því og voru 50 talsins 1985. í lok þessa árs verða þau 34. Forsendur góðra framleiðsluhátta Það hlýtur að vera allra hagur að framleiðendur skili af sér fyrsta flokks vörum. En hverjar eru forsendur þess að það sé mögulegt? Þar þurfa margir að leggja hönd á plóginn. 1. Framkvæmd ræktunar og öll aðstaða sé sem best verður á kosið. 2. Slátrun fari fram í sláturhús- um sem hlotið hafa löggildingu til þess. 3. Kjöt úr sláturhúsinu sé flutt í kældum flutningabílum til kjöt- vinnslu (afurðastöðvar). Frosið kjöt sé flutt á samsvarandi hátt við frystihitastig. 4. Vinnsla kjötsins fari fram í kjötvinnslu sem hafi nauðsyn- Eins og sjá má á þessari upptaln- ingu er mikilvægt að kælikeðjan rofni hvergi og má auðveldlega leiða líkur að því að ef hún aðeins rofnar á einum stað getur það verið nóg til þess að eyðileggja framleiðsluna. Aðstöðuleysi og röng vinnubrögð starfsmanna geta einnig eyðilagt annars gott hráefni. Framleiðsluhættir ídag En hvernig er ástand þessara mála í raun? 1. Nautakjöterræktaðjafntyfir árið og sama gildirum slátrunina, gagnstætt því sem það var fyrir nokkrum árum er slátrunin var bundin við nokkrar vikur. Þá var algengast að kjötið væri flutt fros- ið úr sláturhúsi til kaupenda, en nú er algengast að kaupendur fái kjötið ferskt. 2. Aðeins 16af38sláturhúsum sem starfrækt eru núna hafa til- skylda aðstöðu til þess að slátra. Það þýðir að 22 sláturhús eru starfrækt á undanþágum vegna ófullnægjandi aðstæðna. Þau hafa því ekki löggildingu til þess. 3. Nokkur sláturhús eiga kælda flutningsbíla og er kjötið flutt uppihangandi frá sláturhúsi til kjötvinnslu, afurðastöðvar eða annars kaupanda. Algengasti flutningsmátinn er sá að flytja kjötið i almennum flutningabílum án allrar kælingar, liggjandi á gólfinu og í sumum tilfellum inn- an um alls óskylda vöru. 4. Mörg kjötvinnslufyrirtæki hafa góðar vinnsluaðstæður þar sem aðstaðan er sniðin að starf- seminni. Önnur starfa við miður bágar aðstæður þar sem húsa- kostur er orðinn of lítill og ófull- nægjandi vegna þess að sífellt er verið að fjölga framleiðsluteg- undum til þess að mæta kröfum neytenda. 5. Nokkur kjötvinnslufyrirtæki dreifa vörum sínum í kældum flutningabílum til kaupenda sinna. Meginþorri framleiðenda itS'JL Gunnar Kristinsson Hákon Jóhannesson Greinar brengluðust Þau mistök urðu í blaðinu í september að þar birtist ágæt grein um matvælaeftirliteignuð Hákoni Jóhannessyni matvælafræðingi. Greinin var aftur á móti eftir Gunnar Kristinsson matvælafræðing og eiganda Islensku matvælaráðgjafarinnar að Fiskakvísl 26 í Reykjavík. Grein Hákonar er hinsvegar hér á síðunni og á sannarlega erindi til þeirra fjölmörgu sem höndum fara um kjötvöru, ekki síður en hin ágæta grein Gunnars Kristinssonar. Biðjum við greinarhöfundana afsökunar á mis- tökum þessum. Ritstj. 13

x

Verzlunartíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.