Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 21

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 21
lagt að stjórnvöldum að nýta allar undanþágur og frávik sem heimilaðar kunni að vera. Yfirlýst markmið verkalýðshreyfingarinnar með nýjum og bættum reglum á vinnumarkaði á Evrópuvísu er að treysta réttindi og öryggi launafólks um leið og viðurkennd er nauðsyn sveigjanleika að ákveðnu marki, sem gagnast getur bæði fólki og fyrirtækjum. I ólíkri afstöðu samtaka atvinnurekenda og verkalýðshreyfing- arinnar endurspeglast ólík og oft andstæð sjónarmið þessara aðiia til hagsmuna launafólks og fyrirtækjanna. Gagnrýni sam- taka atvinnurekenda og stuðningur verkalýðshreyfingarinnar mótast enn fremur af því að áhrif Evrópureglnanna hafa um margt orðið meiri hér á landi en víðast annars staðar í Evrópu, ef England og írland eru frátalin. Pað á einkum við um ráðning- arrétt starfsmanna, rétt þeirra til upplýsinga og samráðs af hálfu atvinnurekenda og vinnuvernd. Skýringin á því er sú að réttindi launafólks á þessum sviðum voru vanþróuð samanborið við þau lönd sem íslendingar hafa einkum viljað bera sig við. Afstaða Alþýðusambands íslands er og hefur verið sú að stjórn- völdum og aðilum vinnumarkaðarins sé bæði rétt og skylt að inn- leiða Evrópureglur undanbragðalaust hér á landi og að samtök atvinnurekenda og verkalýðshreyfingin eigi að gegna lykilhlut- verki í því starfi. Það sé síðan verkefni stjórnvalda að fylgja mál- um eftir og taka af skarið náist ekki samstaða meðal aðila vinnu- markaðarins. Pað erjafnframt skoðun verkalýðshreyfingarinnar að engin ástæða sé til að gefa íslenskum fyrirtækjum afslátt af réttindum starfsmanna eða öryggi til að standast samkeppni á mörkuðum. Þvert á móti hljóti það að vera markmiðið að fyrirtæki hér á landi séu svo öflug að þau geti boðið starfsmönnum sín- um bestu kjör og réttindi. Jákvæð afstaða ASÍ til Evrópusamvinnunnar og þróunar henn- ar byggir á þeim árangri sem samstarfið hefur skilað launafólki. Arangurinn felst í þeim auknu réttindum sem launafólk býr við. Arangurinn felst líka í því að launafólk og samtök þess hafa fengið verkfæri til að ná fram rétti sínum á alþjóðavettvangi ef íslensk stjórnvöld standa ekki við skuldbindingar sínar. Þannig gengna Eftirlitsstofnun EFTA og EFTA dómstóllinn mikilvægu eftirlits og aðhaldshlutverki. Á hvoru tveggja hefur reynt þegar kemur að vinnumarkaðsþætti EES samningsins. Jákvæð áhrif Evrópusamvinnunnar á réttarstöðu launafólks eru um leið enn ein staðfesting þess að árangur verkalýðshreyf- ingarinnar hér á landi og ávinningar launafólks hafa jafnan orð- ið mestir og varað lengst, þegar þessir aðilar og bandamenn þeirra hafa byggt baráttu sína á reynslu og árangri alþjóðlegr- ar verkalýðshreyfingar. Því má heldur ekki gleyma að verka- lýðshreyfingin er í grunninn og hefur alltaf verið alþjóðleg. Frekari þróun Evrópusamvinnunnar Þrátt fyrir ávinningana af EES samingnum fer ekki á milli mála að hann er að veikjast. Áherslur Evrópusambandsins hafa færst í aðrar áttir og áhugi og þekking stjórnmála- og embætt- ismanna innan ESB á samningnum hefur minnkað hröðum skrefum. Því er orðið sífellt erfiðara fyrir EFTA-ríkin að ná fram þeim réttindum sem samningurinn gefur. Þar við bætist að vegna þróunar Evrópusambandsins og takmarka EES samn- ingsinsfalla stöðugt fleiri nýviðfangsefni á Evrópuvísu utan EES samstarfsins. Það gildir einnig um vinnumarkaðinn. EES-samn- ingurinn hefur skipt miklu máli fyrir íslenskt atvinnulíf og miklu skiptir að veikari staða hans hafi ekki neikvæð áhrif á atvinnulíf hér á landi, t.d. að fyrirtæki flytji héðan til þess að komast betur inn á innri markaðinn. í þessu sambandi má ekki gleyma áhrif- um nýju evrópsku myntarinnar sem kann að valda því að fyrir- tæki færi sig inn á evrusvæðið. Evrópusamvinnan á vettvangi ESB er í stöðugri þróun og staða íslands og EES samningsins markast af því. Valið sem íslend- ingar standa frammi fyrir er um það hvort reyna á að dýpka og þróa Evrópusamstarfið frekar eða láta það fjara út. Obreytt ástand er einfaldlega ekki kostur í stöðunni. Það er á þessum grunni og á grundvelli þess árangurs sem Evrópusamvinnan hefur skilað launafólki og samfélaginu í heild, sem ASÍ hefur skilgreint það sem eitt af helstu verkefnum sínum að efla um- ræðuna um Evrópusamvinnuna og stuðla að því að spurningin um ESB aðild og skilgreining á samningsmarkmiðum komist fyrir alvöru á dagskrá hér á landi. ISLAN DSBAN Kl íslenska leiðin • Hagsmunir launafólks og Evrópusamstarfið Bls. 21

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.