Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.01.1911, Blaðsíða 34
350 hlusta á framhald sögu minnar. Eg fór upptil Jerúsalem ® til þess a'ö liösinna henni, sem svO' vel hafði til mín gjört. Var eg þá handtekinn við borgarhliðið og með mig farið niðr í klefana undir Antonía-turni. Hvað mér var gefið að sök vissi eg ekki fyrr en Gratus sjálfr kom og heimtaði af mér peninga Húrs ættar, sem hann vissi að eg einn samkvæmt viðskifta-venju Gyðinga gat heimt saman viðs- vegar að af fjármarkaði heimsins. Hann krafðist þess af mér, að eg ritaði nafn mitt undir ávísan hans, en eg skoraðist undan því. Hann hafði hald á húseignum, jörð- um, vörum, skipum og lausafé þeirra, er eg þjónaði; en pen- inga þeirra hafði hann ekki. Eg sá það, að nyti eg velþókn- unar drottins, myndi eg geta reist hinn niðrbrotna efnahag þeirra við að nýju. Eg skoraðist undan því að fullnœgja kröfum harðstjórans. Hann píndi mig til sagna; eg stóðst pyndingarnar, og hann lét mig lausan, en kom ekki vilja sínum fram. Eg fór heim og byrjaði á nýjan leik; verzl- anin var nú rekin í nafni Símonídesar í stað Ben Húrs fursta í Jerúsalem einsog að undanförnu. Þú veizt það, Ester! hvernig verzlanin hefir blómgazt fyrir mér, að milíónir furstans hafa margfaldazt í mínum höndum á yfirnáttúrlegan hátt; þú veizt, hvernig eg þrem árum síðar á leiðinni upp til Sesareu var handtekinn og í annað sinn píndr af Gratusi í því skyni að eg neyddist til að játa, að vörur minar og peningar mínir væri partr af því, sem samkvæmt skipan hans skyldi gjört upptœkt; þú veizt, að honum mistókst sem fyrr. Líkamlega var eg bœklaðr og brotinn, er eg kom heim, og þá fann eg Rakel mína dána af ótta og sorg útaf mér. Drottinn guð vor ríkti, og eg hélt lífi. Af keisara sjálfum keypti eg fullnaðar- heimild til að reka verzlan um heim allan. Nú er svo komið — lof sé honurrt, sem hefir skýin að stríðsvagni og gengr á vindunum! — nú er svo komið, Ester! að það, er eg hafði handa á milli til umsjónar, hefir margfaldazt og er orðið að eins mörgum talentum og til þess útheimt- ast að auðga mann í keisara-stöðu.“ Hann lyfti höfði einsog sá, er mikið finnr til sín; þau horfðu hvort á annað; þau lásu hvors annars hugs- anir. „Hvað á eg að gjöra við hinn mikla auð?“—spurði hann og starði sem fyrr án þess að líta neitt niðr. „,Faðir minn!“—svaraði hún og talaði lágt — „kom ekki hinn rétti eigandi rétt nú og gjörði tilkall til fjárins?" Hann horfði á hana alveg einsog áðr. „Og þú, barnið mitt!—á eg þá að láta þig eftir á vergangi ?“ „Hvort myndi ekki eg vera ambátt hans, þar sem eg em dóttir þín? Og hver var sú, sem þetta er ritað um: •

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.