Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.09.2004, Blaðsíða 20
Guðmundur Sœmundsson: Margslungnar minningar leita á hugann þegar ég geng milli hrörnandi húsa eyðikauptúnsins í Haganesvík, stend á bæjar- stœðinu í Neðra-Haganesi, ek yfir Lágheiði ogsé Olafsfjörð birtast milli brattra fjalla við bláan sœ, eða kem hina leiðina um Múlagöngin frá Eyjafirði. Fljótin í Skagafjarðarsýslu og Olafsfjörður eru falleg héruð á utanverðum Tröllaskaga. Þessi héruð eru hluti afbernsku og œsku minni, vonum, þrám og leikjum. Aukþess samsafn minninga af fólki, sem skóp umhverfi mínu hlýjan heim, löngu áður en maður kynntist al- vöru lífsins fyrir utan. Líklegast hafa þessir menn og konur hinna löngu horfnu ára, verið eins og annað fólk á Islandi á þessum tíma, en fyrir mér eru þetta sögupersónur bernsku minnar. 404 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.