Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 31

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 31
Ný kynslód, okt. ’41 Helgi Sæmundsson: Sú fungo, sem vér tölum PEGAR hag íslenzkrar tungu var verst komið vegna hinna dönsku áhrifa á öndverðri nítjándu öld, barzt henni liðveizla úr næsta óvæntri átt. Þá kom danski málfræðingurinn Rasmus Kristján Rask til sögu. — Árið 1813 kom hann hingað til lands og dvaldist hér um tveggja ára skeið. Hann ferðaðist víða um landið, kynntist þjóðinni náið og nam ís- lenzka tungu til slíkrar hlítar, að hann talaði hana og ritaði sem væri hún móðurmál hans. Lagði hann mikið ástfóstur á Island og íslenzkt mál og vildi því í hvívetna allt hið be-zta. 1 einu bréfa sinna til góðvinar síns á Islandi læt- ur Rask þá spá í ljósi, að íslenzkunnar kunni að bíða aldurstili. — Getur hann þess, að vel geti þann- ig farið, að hana skilji enginn í höfuðstað landsins að öld liðinni og vart nokkur á landinu öllu eftir tvær aldir aðrar, ef ekki verði rammar skorður við reistar. Jafnframt spáir hann því, að hjá alþýðu manna muni hún lengst lifa. Þannig var málum komið um verndun íslenzkrar tungu og þjóðernis, er danskra áhrifa gætti hér mest, Kennd íslendinga fyrir menningarverðmætum sínum var svo mjög tekin að sljóvgast, að fyllsta óefni virtist búið. Kynnin við dönsku einokunarkaup- mennina og þjóna þeirra varð sá gjóstur, er svalast- ur blés um andans eld þjóðarinnar, sem dýrmætast- ur söguarfur hafði hlotnazt. 27

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.