Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 17

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 17
Okt. ’41, Ný kjnslóð að þú ert ráðgjafi minn. Þig má það engu skipta, hver,s vegna þú innsiglar skjöl með innsigli ríkisins. — Narzis, Narzis, ég held helzt, að þú gangir í barndómi. — Þetta er misskilningur, yðar hátign! Ég er trygg- lyndasti þjónn konungsins. Maurus klappaði vingjarnlega á öxl Narzis, tók hið umrædda skjal og fól það í innra vasa klæða sinna, sem voru úr gulli. — Ég ætla að trúa þér fyrir því til hvers ég hyggst að nota þetta skjal. — Lofaður sért þú, tignastur allra konunga, mælti Narzis lágri röddu. -— Það er ósk mín að vinna ástir mjög íagurrar konu. Það var hún, sem bað mig þessa lítifræðis. Auðvitað gat ég ekki neitað henni jafn smávægilegr- ar bænar. — En þú ert miskunnsamur konungur! — Ég er vitur maður, Narzis. Þú ættir að geta skilið hvernig á þessu stendur. Þannig er mál með vexti, að þessi fagra kona er gift og hefur ekki tæki- færi til þess að skilja samvistir við eiginmann sinn. Nú mun ég gefa henni tækfæri til þess. Narzis, það er einmitt það, sem hún þráir. — Það er sælla að kyssa en drepa, mælti Narzis. — Það er hverju orði sannara, gamli maður. Ég mun þegar í stað færa henni þetta skjal, því að ást- mey konungsins er frækorn, sem ber góðan ávöxt. Ritaðu þetta í gullnu bókina, sem hefur að geyma spekiorð mín. Ritaðir þú orðin, sem ég lét falla í gær, þegar við ræddum um hækkun skattanna? 13

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.