Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 5

Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 5
I. árg. 1. hefti Október 1941 ' I 11MARITI þvl, sem hér kemur fyrir almenningssjónir, er * fyrst og fremst ætlað að vera málgagn íslenzkrar æsku. Ungir menn munu gera það úr garði. Pað ber heiti, sem tákn- ar nýja tlma og nýja menn. Pað á að flytja sem margþætt- ast efni, sögur eftir erlenda menn og innlenda, ljóð og grein- ar um ýmis mál. Þvi er ætlað að vera til fróðleiks og skemmtunar. En öðru fremur mun það þó ílytja. skáldskap eftir unga hcfunda og ræðai þau mál, sem æskuna. mest varðar. Einhverjum kann að virðast, að það sé að reisa tímariti þröngar skorður að ætla þvi það hlutskipti að vera fyi'St og fremst málgagn unga fólksins I landinu. En sllkt er af ráðn- um huga gert. Fjölmargar stéttir þjóðfélagsins hafa eignaat sín, sérstöku málgögn og halda þeim úti af miklum myndar- skap, margar hverjar. Sé æskan samhuga og samtaka, ætti henni að verða, auðvelt að eiga sér málgagn, sem bæri h.enni menningarvitni. Hin eldri kynslóð miyi einnig fús til þess að Ijá boðskap þeim eyra, sem hún hefur að flytja, sé hann verð- ur áheyrnar. Ég hef hafizt handa um útgáfu þessa rits sem ungur ís- lendingur og leitað stuðnings ýmissa jafnaldra minna og sam- herja. Ég er svo bjartsýnn, að ég geri mér beztu vonir um, að þetta rit megi vænta nokkurrar framtiðar. Ég-trúi þvi af heilum huga, að íslenzk æska og íslenzk þjóð kunni að meta hverja tilraun, sem gerð er til aö efla viðgang máls vors, menningar og þjððernis. Mér er það hugðarmál, að unga, fólkið leggi sinn skerf frair. og gerist virkir þátttakendur í h.inni andlegu sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Ég leyfi mér að minna íslenzka æsku á, að hún á skyld- ur við það land, sem hún er bo-rin til að erfa. Hún á einnig

x

Ný kynslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.