Ný kynslóð - 01.10.1941, Qupperneq 19

Ný kynslóð - 01.10.1941, Qupperneq 19
Okt. ’41, Ný kynslóð — Hér er gullpeningur. Skiptu klæðum við mig og leyfðu mér að fara inn í garðinn. Varðmaðurinn hristi höfuðið. — Það þori ég ekki, mælti hann. — Það mun kosta mig lífið, þegar konungurinn kemur aftur. — Þú ert heimskingi, mælti Rogus. — Konungur- inn getur ekki ráðið þér bana fyrr en hann kem- ur aftur. Ég mun hins vegar vega þig án tafar, ef þú þrjózkast við að hlýða. Þú getur því séð, að þér gefst tækifæri til þess að spara þér tíma og fé að auki. Varðmaðurinn sá brátt hag sinn í því að hlíta boði hans. Rogus laumaðist inn í garðinn og veitti kon- unginum eftirför. Liljurnar lutu honum einnig, rósirnar stráðu blöð- um sínum á braut hans og kvöldblærinn hví*laði: — Florilla. Konungurinn lauk upp léynidyrum og gekk út á strönd Nílar. Þar höfðu mörg yndisfögur skrauthýsi verið reist. Þar á meðal var hús Roigusar, sem kon- ungurinn hafði gefið honum sumarið áður að hetju- launum. Ráðgjafinn hafði við það tækifæri ritað í hina gullnu bók: — Velþóknun konungsins er sem ríkuleg uppskera. Rogus veitti konunginum ávallt eftirför. Djúp þögn ríkti á strör.d Nílar, þrátt fyrir milt gjálfur vatns- ins. Bjartur roði kvöldhiminsins litaði það blátt sem stál. Glitrandi fljótið líktist blaði á tröllslegu sverði. Þegar konungurinn kom að húsi Rogusar, blés hann þrisvar sinnum í silfurflautu. Er merki þetta hafði verið gefið, birtist kona sýn á svölunum. Hún hefði 15

x

Ný kynslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kynslóð
https://timarit.is/publication/1866

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.