Ný kynslóð - 01.10.1941, Blaðsíða 21
Okt. ’41, NS kynslóö
sigldi á fölnuðu blómblaði eftir fljótinu, án þess að
óttast skipreika.
Konungurinn horfði um stund út á hina mislyndu
elfi, unz honum datt snjallræði í hug. Hann fékk
sér sæti á fljótsbakkanum skamman spöl frá hrís-
kjarrinu, þar sem Rogus leyndist, örvita af reiði og
hefndarhug. Hann dró gullit stígvél sín Oig gullspora
af fótum sér, fór úr purpuraskikkju. sinni, sem var
gimsteinum sett, og lagði silfurflautuna, er hann bar
við barm sér, á gróðurvöllinn ásamt skrautklæðum
sínum.
Hinn voldugi drattnari skyggndist umhverfis sig.
— Hvergi gat mannveru að líta. Hver ætti að hafa
dirfzt að leggja leið sína út á strönd hinnar heil-’
ögu Nílar í forboði konungsins?
Spegilskyggndur vatnsflöturinn var hins vegar
nægilega blygðunarlaus til þess að spegla hinn tig-
inborna einvalda. Maurus kastaði sér glaður í bragði
út í fljótið, sem bar hann mjúklega áfram. — Vín-
viðurinn á trjánum, sem uxu á bakkanum, mynd-
aði ilmandi vegg, og glitrandi smásteinar á fljóts-
botninum kitluðu fætur konungsins. Þegar hann hafði
baðað sig að vild, og tími var senn kominn til þess
að halda á fund Flarillu, sté hann upp úr vatninu
og hugðist að klæðast. að nýju. Hann hraðaði sér
þangað, sem hann hafði lagt klæði sín af sér.
Hann hlaut að hafa farið á mis við runnanri, þar
sem hann hafði skilið þau við sig'. Hann lagði því
upp í nýja leit. Aftur hafði honum skjátlazt. Hin
konungiegu skrautklæði voru hvergi sjáanleg. Skjálf-
andi af ótta hljóp hann úr einum stað í annan.
17