Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1949, Blaðsíða 8

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1949, Blaðsíða 8
- 6 - Fáein orð um SKÖLAFÉLAGID og starfsemi þessc Síðastliðinn vetur hefur verið starfandi félag, sem nem- endur og síðar einnig kennarar hafa haldið lifandi ar frá ário Þessu félagi hefur oftast, ef ekki alltaf verið stjórnað af 3* bekk- ingum og hefur því oft átt erfitt með að komast af stað á haustin, Svo virtist enn hafa ætlað að vera í vetur, en skólastjórinn kom því þá af stað með að þoða til fundar halfum mánuði eftir að skól- inn tók til starfa. Þar lét hann fara fram kosningu bráðabirgðar- stjórnar, sem stjórna átti félag- inu þangað til aðalfundur yrði haldinn. í þessari bráðabirgða- stjórn áttu sæti þessir tnenn: Haukur Hergeirsson, formaður. Hjördís Hjörleifsd. ritari. Ásgeir Benediktsson,gjaldkeri. ista'Tynes, varaform. Garðar Jónsson, meðstjórnandi Reynir Karlsson, ----"--- Leifur Gunnarsson, -"---- Þessi stjórn lét svo fara fram bekkjafulltruakjör og ráðgaðist við það um öll mál, sem fyrir stjórnina kom. Aðalfundurinn var svo haidinn þ.15/12, og hafði þá verið kosin ný stjórn fyrir skóla- félagið, en hverjir eiga sæti í henni er á öðrum stað í blaðinu. Þaö sem einna helzt hefur verið ábótavant með þessar stj'órnir er það, hversu slælega hefur gengið með að láta lesa upp, samþykkja og skrá fundargerðir félagsins, fyrir utan öll.smá afglöp sem alltaf eru óhjákvæmileg, þegar al- gjörlega óæfðir menn taka við stjórn féiags, sem telur tæpa /00 meðlimi. Það, sem jók erfiði þessara stjórna er einnig það, að við engin gögn var við að styðjast frá fyrri starfsárum, nema gjaldkerabókina, það eina sem Jón Norðdahl fyrrv. form. skilaði af sér, 1 vetur hafa verið kosnar ýmsar nefndir. Er á öðrum stað í blaðinu skrá yfir þær. árangur af starfi þess- ara nefnda er ákaflega misjafn en yfirleitt mjög lélegur. Irshátíðarnefnd 5á um árshátíðina, sem var í Sj.h. þ. 7 og 8 febr. For hátíðin að mestu leyti vel fram þó sumt hefði mátt fara betur en fór. En þar sem stuttur tími var til stefnu, var ekki hægt að búast við alveg gallalausun árangrl Um málfundanefndina er það að segja að hún hef'ur haldið 1 málfund á þeim 5 mánuðum, sem skóiinn hefur starfað og er það vítavert því að á málfundunum hefði getað komið fram gagnrýni á störf stjórnar- og nefnda, sem hefði e.t.v. orðið til þess að betur hefði farið en raun ber vitni um. Fáeinum d'ögum áður en hið árlega landknattleiksmót S.B.S. fór fram var kosið til bráðabirgða í handknattleiksnefnd af bekkjarfulltrúaráði og.lauk hún störfum. áður en hún náði að verða samþykkt á félagsfundi. Á sama fundi og handknattleiksnefnd var koskn var kosið til bráðabirgða í Æskulýðshallarnefnd og hefur su nefríd verið staðfest, en hefur aldrei fengið söfnunarlistana frá formanni Skólaféiagsins og hefur þar af leiðandi ekki getað hafið starf sitt. Mér er jafnvel til efs að þeim, sem í hana eru skipað- ir sé kunnugt um að þeir séu í henn Á framhaldsaðalfundinum fékk stjórn in heimild til að skipa í skemmti- nefnd, og hefur sú nefnd starfað að útvegun skemmtikrafta é skemmt- anir skolans og hefur gengið það prýðilega, enda úr nógu að velja. Um ritnefnd er það að segja að í henni eiga sæti 8 menn, en einungi . helmingur þeirra hefur starfað við útgáfu þessa blaðs. Má af því sjá: hve áhuginn er mikill. Þótt við eigum goðc menn í skák, hefur í vetur svo brugðið við að enginn þeif'ra , að einum undanskildum hef- ur minnst á að stofna taflfélag innan skólans, svo að ekkert h.ofur orðið úr að taflfundir yrðu haldnir og er það ákaflega bagalegt eins goð íþrótt og taflið er. Innan

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.