Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.03.1949, Blaðsíða 13
—11 — KVENNJS S í D A . Þáttur stúlfena í félagslífi innan skólans ■> Allt frá^stofnun Skólafélags- ins hafa stórlkurnar innan skól- ans? eins og reyndar í öllum skðl- um, synt mjög lítinn áhuga a vel- ferða málum félagsins og þar með um leið þeirra eigin. Svo aug- ljóst er, að ekki er um það tal- andi, að málefni þau, sem mestu skipta félagið eru jafn mikil hagsmunamál stúlkna innan skólans og þau eru drengjanna. En svo hefur alltaf virst og gerir reyndar enn, að aðeins strákarn- ir gefi þeim málefnum gaum en stúlkurnar ekki. Þess eru varla dæmi í sögu skólans, að kvenmaður hafi flutt framsögn á fundum félagsins um 'nokkurt mél, eða tekið almennan þátt í umræðum um nokkurt það, er skiptir. Samt eru eftir fundi félagsins oft háværar kvartanir stúlkna um úrslit mál- anna og þá er sjaldan skortur á góðum tillögum til úrbóta á því, sem miður fer= Það er einnig óvéfengjanleg staðreynd, að þær stúlkur, sem kosnar hafa verið til ábyrgðar- starfa innan félagsins hafa ver- ið næsta værukaerar og lítið fram- kvæmdarsamar í störfum sínum. Það er augljóst, að þetta er á allt annan veg en á að vera« Það er engin ástæða tii að ætla, að stúlkurnar geti ekki verið jafn dugandi og framtakssamar í störfum sínum og strákarnir, einungis ef þær yfirbuga þessa hlédrægni sína og léta hendur standa fram úr erraum. Sky'idi nokkurri ykkar kæru skólasystur hafa dottið í hug, að þegar strákarnlr láta ljós sitt skína úr ræðustólnum og reyna að sýnast ósköp manna- legir, gera sig eins dimmradd- aða og þeir geta og leggja áherzlurnar a með allskonar handapati og merkilegheitum, þá þá eru þeir í raun og veru að sálast úr niðurbældri feimni, og að það sem í ykkar eyrum hljómar eins og öll veraldarinnar speki, er ekki meiri vizka heldur en hver ykkar sem er gæti hæglega látið frá sér fara. Gg hafið þið hugleitt, þeg- ar þeir geisl-borginmannlega skrifa grein í þetta ágæta skólablað okkar, þá kynnu þeir að hafa setið tímum saman við að sjóða það saman og ekkert gengið betur en hverri okkar, sem er mundi hafa gengið við samsuðuna. En svo er nú háttað að sumir þessarra skólabræðra okkar alíta, að við séum af guði skapaóar, til þess eins að hræra í grautarpottunum og passa börnin og hafa^tilhneig- ingar, til þess að líta svo á að utan þess séum við algjer*"* lega skyni skropnnar verur. Um þetta getum við sjálfum okkur kennt, orsökina er ein- mitt að finna í hlédrægnl okkar og afskiptaleysi um f élagsmal. En góðar stallsystur gæti ekki verið að við værum fullt eins duglegar og þeir þegar til kastanna kemur og kannske duglegri. Það væri minnsta kosti þess viroi að reyna. Þið megið ekki halda, að ég sé að reyna að gera ykkur allar að kvennrétt- indakonum heldur aðeins, að þið sýnið hvað í ykkur býr og sýnið strákunum að þeir eru í raun og veru ekki einir um alla gáfurnar. "Skólasystir".

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.