Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 12

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Blaðsíða 12
DELERIUM TREMENS A stráfletinu sat ég hokinn sáldrepinn í heröum lotinn. Er inn flaug fugl með yglda brá og um sig bjo í gluggaskjá og hugðist ei halda brott. Ég greip þá bók um galdrafræði x gremju til að sjá hvað stæði um þennan svarta furðufugl, er mér fannst sem draumaþrugl og vildi eigi vfkja burt. " Hvar sem slíkur fugl er seztur sézt þar svartur feigðargestur " sagði békin " vík því burt, bregst við fljótt og forðast Surt " En, hún sagði ekki hvert. I angist minni á fuglinn yrti þótt einfeldni ég játa þyrfti. Eg spurði vininn : viltu sjúss Hér er nóg af sterku víni. Fugl á skjáinn tók að stara, sem hann spurning vildi svara, en vængi lagði að síðum sér og svara vildi ekki mér en umlaði aðeins nei. Þessi mælski myrki rómur var minn hinzti skapadómur. Þetta orð var lífs míns lykill. Lá þar leystur dulinn hnykill, sem ómaði í einu NEI ? Jörðin snýst ein meðal stjarna, um sinn eiginn mælda kjarna allir spyrja hvaðan, hvert ? Hví er ekki svarið bert ?

x

Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar
https://timarit.is/publication/1858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.