Blysið : skólablað Gagnfræðaskóla Austurbæjar - 01.12.1966, Side 14
IAKVEIKI01 6I6T
Eftir læknisskoðun nú í hausþhefur komið
í ljós, að bakveiki hrjáir stóran hluta nemenda
skólans, jafnt pilta sem stúlkur. Það er al-
mennt mál manna, að II-A og II bekkur B beri
af í veikindastríði þessu. U.þ.b. 60% nem-
enda þessarra bekkja eru undir lækniseftirliti
og er varla messuhæft í leikfimi hjá þessum
bekkjum, þar eð aðeins tæplega helmingur nem-
enda hefur heilsu til að mæta. Já T Slæmt er
það. Rúmur helmingur nemenda þessara
bekkja er orðinn gigtveikur. Þeir verða góðir
í ellinni, þessir nemendur, sem eru svona
14 og 15 ára. Hverju má um kenna. Kannske
leti. Einn merkur maður hefur sagt, að hægt
verði að hafa hestaheilsu með 8 mínútna æf-
ingu á dag alla æfi, ef fólk legði það á sig.
Kannski eru það skólahúsgögnin ? Þessir
grjóthörðu stólar, sem við erum látin sitja á.
Það er stór möguleiki. Ég er alveg viss um,
að ef borin yrði upp tillaga á sal um nýja gerð
stóla og betri, að hún yrði örugglega samþykkt
með öllum höndum á lofti. Hina nýju stóla ætti
að vera hægt að láta snúast á öxli, þannig að
setan færi í hring og þeir mættu gjarnan vera
með örmum og einnig stoppaðir með hæfilega
mjúkum fjaðursvampi. A þessi tillaga eink-
um við um 3 fremstu borðaraðimar. Þar vill það
oft verða svo, að nemendurnir vilja frekar
hlusta á manninn fyrir aftan, en þann,
sem snýr andlitinu að bekknum og er ad stagla
á einhverju^sem enginn skilur. Kannski gætu
nýju sjúkrastólarnir bjargað þessu. Þá væri
hægt að hafa gömlu stólana til taks á sal á
föstudagsmorgnum til þess að fólk yrði ekki
eins og bognir naglar við morgunsönginn. En
eitt er víst, að bakveikinni verður ekki bjarg-
að með blekslettum og pennastrikum.
Vilhjálmur Bjarnason
II-B
- 14 -