Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 3

Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 3
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 6. árgangur. Marz—Aprx'l 2. hefti Ég skal þarfur þrifa þetta gestaherbergi, eljan hvergi hlífa sem heimsins góður borgari. Einhver kemur eftir mig, sem hlýtur. Bið ég honum blessunar, þá bústaðar minn nár í moldu nýtur. Séra Björn i Sauðlauksdal. Oft hefur mér komið í hug þessi fagra siðspeki séra Björns Halldórsson- ar ni't á seinni árum, þegar æ fleiri keppast við að drekka í botn bikar augnabliksins, eins og engin framtíð væri til, hvað þá eilífðin sjálf. Hér er ekki liugsað í árum, heldur öldum. Hér eru ekki alheimt daglaun að kvöld um. Hér talar maður, sem kann skil á skyldunum við framtíðina og finnur hið órofa samband, sem æ hlýtur að vera milli þess, sem var, er og verður. — Við lifum fyrir framtíðina. — Hann lítur ekki á lífið eins og sölutorg, þar sem hverjum og einum beri að reyna að ná sínum hlut sem mestum og með sem beztum kjörum, heldur eins og mikla móðu, sem renni frá eilífð til eilífðar og flytji með sér örlög og ham- ingju kynslóðanna. Hann veit, að mannlegt líf er undarlega saman slung- ið af orsökum og afleiðingum, enda er það svo. Enginn getur leikið sér að því að syndga gegn lífinu, án þess að fá sinn dóm. Syndir feðranna koma niður á börnunum, og syndir æskuáranna koma niður á manndóms- eða elliárun- um. Hér skiptast á umbun og refsing, eins og efni standa til, og ég held, að þetta lögmál sé hvergi jafn miskunnar- laust eins og í uppeldi og erfðum, því að þar koma syndirnar niður á þeim,

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.