Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 6
28 HEIMILI OG SKÓLI drekkandi æska nútímans þær skyld- ur? Er lnin ekki að stela þar úr spari- sjóði, sem aðrir áttu að erfa? Berið saman unga fólkið, sem kemúr reykj- andi og ölvað út úr danssölum og kaffilnisum síðari hluta nætur og unga fólkið, sem kemur ljómandi af lífs- þrótti og hreysti frá skíðaferðum á fjöllum uppi, eða öðrttm íþróttaiðkun- um. Er þetta ekki einnig rnynd af hinni ófæddu kynslóð. Eplið fellur aldrei langt frá eikinni. Eru ekki börn hinna fvrrnefndu dæmd til að bera af- Jeiðingarnar af liinum gálausu og á- byrgðarlausu lífsliáttum foreldra sinna? Eg er ekki í neinum vafa urn það. Fáum eða engum eru ljósari or- sakir og afleiðingar í þessttm efnum en okkur kennurunum, og það er engin tilviljun, að gölluðustu nemendur skólanna konra oftast frá þeim foreldr- um, sem af minnstri forsjá hafa búið sig undir foreldrahlutverk sitt. Prófessor Sigurður Nordal segir á einum stað í eftirmála við erindi sín — Líf og dauði —: „Athugaðu fólkið í kringum þig, horfðu víða yfir, ef þú getur, og vittu, hvort þú kemst ekki að þeirri niðurstöðu, að líf einstaklinga og kynslóða þurfi að miða sem lengst og hæst til þess það verði farsælt. Láttu um fram allt ekki telja þér trú um, að þú glatir hinni líðandi stund með því að stefna að fjarlægu takmarki." — Hér er aftur komið að hugarfari séra Björns í Sauðlauksdal. Stuttu miðin: — dansleikur í kvöld —■ drykkja á morg- un — „bridge“kvöld næsta dag og síð- an fara í kvikmyndahúsið það fjórða, skapa enga liamingju, heldur eru þetta ýmist meinlausar eða ekki meinlausar dægrastyttingar. Ekkert annað skapar farsæld og hamingju í lífi einstaklinga og þjóða en það, sem byggt er upp fyr- ir framtíðina og miðað við hana. Ungt fólk, sem veit, hvað það vill, heldur því á óskasteininum í lófa sínum. Því er treystandi fyrir framtíð liinna ó- fæddu — öðrum ekki. A annan páskadag 1947. 4 barnaleikvelliti- ii m.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.