Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.04.1947, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÖLI 37 það mundi hafa fyrir heilbrigði og hreysti þjóðarinnar. Eg býst við, að þessir drykkir sáu ákaflega meinlausir og geri engum neitt tjón út af fyrir sig, en næringargildi munu þeir lítið eða ekkert hafa. Hættan við notkun þeirra liggur því aðallega í því, að þeir útrými öðr- um hollari drykk og taki ef til vill matarlyst frá mönnum. Þetta er ekki sagt út í bláinn. Eg hef orðið þess vör, að þegar foreldrar fara út með börnum sinum á sumrin, hafa þeir ekki sjaldan með sér gosdrykki í stað mjólkur. Eg hef einnig orðið þess vör, að þegar börn fara t. d. í berjamó, hafa þau oft með sér gosdrykki, og þá venjulega eitthvert sætt brauð. A samkomum er ekki óalgengt að sjá börn vera að þamba gosdrykki úr flöskum í sætum sinum, og ekki get ég að því gert, að á þvi virðist mér einhver ómenn- ingafbragur, og mig furðar á, að foreldrar skuli ekki sjá það sjálfir. En aðalatriðið í þessu öllu er þó það, að hér er næringarlítill eða næringarlaus drykk- ur að koma í staðinn fyrir þann mikla heilsu- drykk — mjólkina, — sem haldið hefur líf- inu í þessari þjóð allt frá fyrstu dögum hennar. Og það er efalaust mjólkinni að þakka, framar öllu öðru, að þjóðin úrkynjað- ist ekki líkamlega, þegar mest kreppti að henni. Gosdrykki ber ekki að bannfæra, þeir eru meinlaus svaladrykkur. En ég vil, að for- eldrar bindist samtökum um það að gefa börnum sínum aldrei gosdrykki í staðinn fyr- ir mjólk. Hún má aldrei þoka fyrir þeim, og foreldrar, sem það gera, vita ekki, hvað þeir eru að gera. K. UM VAL BÓKA. Þegar ég sá þess getið í Heimili og skóla, að óskað var eftir smáþáttum frá foreldrum, datt mér í hug að hreyfa hér einu máli, sem ég tel talsvert vandamál, en það eru erfið- leikar foreldra á að velja bækur handa börn- um sínum. Eg á fimm börn og gef þeim venjulega öllum bók í jólagjöf. Nú fyrir síð- ustu jól lagði ég af stað til bókakaupa, eins og að venju. En það er bezt að segja eins og er, að ég hef sjaldan komizt í meiri vanda. Fjöldinn af barnabókunum var svo mikill, að ég vissi ekkert, hvað ég átti að velja. Og ég hygg, að afleiðingin af þessu verði sú hjá mörgum, að þeir velja af handahófi. Við því væri í raun og veru ekkert að segja, ef mað- ur mætti treysta því, að ekki væru á boðstól- um nema góðar barnabækur. En því miður mun því ekki vera til að dreifa. Sumar eru lélegar, en aðrar góðar, og maður vill helzt ekki fleygja peningum fyrir lélega vöru. Ekki munu foreldrar almennt vera svo kunnugir höfur.dum eða þýðendum, að þar sé um nokkra verulega leiðbeiningu að ræða, og ég hef tekið eftir því, að á sumum barna- bókum þýddum er engra þýðenda getið. Hér á það því sannarlega við, að við verðum að kaupa köttinn í sekknum. Er nú ekki hægt að koma á einhverri leið- beiningastarfsemi í þessum efnum, t. d. að gera það að skilyrði fyrir útgáfu á bamabók, að hún fengi meðmæli fræðslumálaskrifstof- unnar, eða einhverrar slikrar stofnunar, sem mætti treysta. Líka mætti hugsa sér, að slíkt eftirlit væri falið einhverjum uppeldisfræð- ingi. Jafnvel þó að slíkt eftirlit væri ekki gert að skyldu, mætti ætla, að allir barna- bókaútgefendur teldu sér hag í slíkum með- mælum, og bækur, sem slík meðmæli hefðu, gengju betur út. Ég tel það mjög mikilvægt, að barnabækur séu vel valdar, en hins vegar verða foreldrar að vera vel á verði með að börn þeirra lesi ekki siðspillandi reyfara og aðrar þær bækur, sem eru börnum hættu- legar, þótt fullorðið fólk geti lesið þær sér að skaðlausu. Ég vil biðja Heimili og skóla að koma þessum hugleiðingum á framfæri. G. GÓÐAR VENJUR. (Úr bréfi). -----— Þið eruð alltaf að skrifa eitthvað um uppeldi barna í Heimili og skóla og mig langar til að segja þér svolítið frá litlu stúlk- unni minni og uppeldi hennar. Ég álít, að það sé afar mikilsvert að skapa góðar venj- ur hjá barninu sem allra fyrst, og þetta hef ég reynt að gera. Litla stúlkan mín er 4 ára nú. Og þótt hún sé einbirni, er hún ekki óþæg, enda höfum við reynt að láta ekki meira eftir henni en góðu hófi gegnir. Hún

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.