Heimili og skóli - 01.06.1949, Page 7
HEIMILI OG SKÖLI
51
brota. Má telja víst, að þessar þjóðfé-
lagsmeinsemdir verði stöðugt ægilegri,
sé ekki búizt til skeleggrar varnar og
beitt þeim aðgerðum, sem skylt er að
beita í hverju menningarþjóðfélagi.
Vitað er, að allstór hópur barna hefur
leiðst út í hnupl, þjófnað, innbrot,
spellvirki, lauslæti og áfengisnautn.
Verður sá hópur smám saman stærri og
stærri, sem ekki er hægt að bjarga við
þær aðstæður, sem nú er við að búa.
Er því hætt við, að margir þessara ungl-
inga verði annað hvort vandræða- eða
afbrotamenn, sé ekki nú þegar hafizt
handa um nauðsynlegar ráðstafanir.
Þess vegna leggur uppeldismálaþingið
til það, er hér fer á eftir:
a) Hæli fyrir fávita og geðveik börn
séu sett á stofn sem allra fyrst.
b) Upptökuheimili fyrir börn og
unglinga, sem villzt hafa á glapstigu,
sé byggt á hentugum stað í nágrenni
Reykjavíkur.. Verður það fyllilega að
svara kröfum nútímans. Skal þar fara
fram athugun á hverjum einstaklingi,
áður en honum er ráðstafað til fram-
búðar.
c) Reist verði uppeldisheimili sam-
kv. 37. gr. barnaverndarlaganna,
handa drengjum 8—12 ára gömlum,
sem ráðstafa þarf til langdvalar. Heim-
ili þetta sé fjarri Reykjavík, eða öðrum
stærri bæjum, þar sem land er til bú-
reksturs og jarðhiti til gróðurhúsa-
reksturs.
d) Stofnað sé uppeldisheimili handa
12—16 ára drengjum, sem framið hafa
lögbrot, eða eru á annan hátt á glap-
stigum, svo og eldri unglingum, skv.
28. gr. barnaverndarlaganna. Sé heim-
ilinu valinn staður með tilliti til rækt-
unar, búreksturs, sjósóknar og mark-
aðsmöguleika.
e) Rekið sé uppeldisheimili handa
12—16 ára stúlkum, sem eru á glapstig-
um, svo og eldri unglingum, skv. 28.
gr. laganna, og séu tilsvarandi starfs-
skilyrði höfð í liuga og við heimili
drengjanna.
f) Menntamálaráðherra skipi nú
þegar nefnd sérfróðra manna til þess að
gera nánari tillögur um stofnanir þess-
ar og framkvæmdir, sem þær snerta.
Ennfremur sé þeirri nefnd falið að
rannsaka og gera tillögur um, með
hverjum hætti unnt verði að koma at-
vinnulitlum afbrotaunglingum í fasta,
arðbæra vinnu til sjávar eða lands.
Uppeldisþingið lítur svo á, að sam-
ræma þurfi starfshætti barnaverndar-
nefnda í landinu, svo að framkvæmd
barnaverndarlaganna verði með svip-
uðum hætti um land allt. Þingið bein-
ir því eftirfarandi tillögum til Barna-
verndarnefndar íslands:
I. Reglugerðir um barnavernd verði
settar fyrir kaupstaði og kauptún
landsins.
II. í kaupstöðum og stærri kauptún-
um verði öllum unglingum á aldrin-
um 12—18 ára gert að skyldu að bera
aldursskírteini (vegabréf) til að sýna í
kvikmyndahúsum, opinberum
skemmtistöðum og annars staðar, þar
sem dvalarleyfi er bundið við vissan
aldur.
III. Látin sé fara fram athugun á
því, hvort ekki sé rétt að hafa aðeins
eitt aldurstakmark unglinga við banni
að kvikmyndum, í staðinn fyrir þrjú,
eins og nú er gert.
IV. Gerð séu eyðublöð fyrir tilkynn-
ingar um ráðstöfun á börnum í um-