Heimili og skóli - 01.06.1949, Page 8

Heimili og skóli - 01.06.1949, Page 8
52 HEIMILI OG SKÓLI EIRÍKUR SIGURÐSSON' Heimsókn í barnaheimili Sumarið 1947, þegar við hjónin dvöldum í Danmörku, heimsóttum við nokkur barnaheimili í Kaup- mannahöfn. Þar á meðal nýtízku dag- heimili í Utterslev í útjaðri borgar- innar. Það starfar í fjórum deildum: Vöggustofa fyrir börn frá 0—2 j/2 árs, dagheimili fyrir börn 2j4—7 ára, tóm- stundaheimili fyrir börn á skólaaldri og deild fyrir vandræðabörn í sérstakri byggingu. Þetta heimili var nýtt og snyrtilegt, vel útbúið að leiktækjum og áhöldum. En það er annað barnaheimili, sem ég ætla að gera hér að umtalsefni. Það er barnaheimilið „Jakob Michelsens Minde“ í Skodsborg. Þetta barnaheimili er alls ekki nýtt og starfar í gömlum húsakynnum. Þó þótti mér það á ýmsan hátt merkasta barnaheimilið, er við sáum, og líktist rnest góðu, fjölmennu fjölskylduheim- ili. Þetta er uppeldisheimili. sem tekur við börnunum ungum, og elur þau upp. Auðugur kaupmaður gaf borginni þarna húseignir og jarðnæði, með því skilyrði, að þar yrði rekið fyrirmyndar uppeldisheimili fyrir hraust, munað- arlaus börn. Einkum er svo fyrir mælt, að taka skuli systkinahópa, svo að syst- kinin þurfi ekki að skilja. Barnaheimilið tók til starfa 1921 og minntist því 25 ára afmælis síns 1946, og var þá gefið út afmælisrit um starf- semi heimilisins. Skólastjórahjónin, Brynhild og M. P. Jensen, hafa veitt heimilinu forstöðu allan þennan tíma með hinni rnestu prýði. Hafa þau alið þarna upp um 300 börn, sem flest hafa reynzt góðir þjóðfélagsþegnar. Má þó nærri geta, að ekki er vandalaust að stjórna svo fjölmennu barnaheimili með börnum á ýmsum aldri. Börnin koma oftast á heimilið um þriggja ára aldur og eru þar fram yfir fermingu. Þá er drengjunum oftast komið í eitthvert iðnnám, en stúlkurn- ar eru þar til 16 ára aldurs, og hjálpa til við heimilisstörfin, þegar skólaaldri er lokið. Heimilið er fyrir 73 börn, en þegar við komum þar, voru þau 76. Heimilisfólk er um 90. Auk skóla- stjórahjónanna eru þar 2 vinnumenn og 9 vinnukonur. Það einkennir þetta barnaheimili. dæmi annarrar barnaverndarnefndar í samræmi við 29. gr. laga um vernd harna og ungmenna. Uppeldisþingið leyfir sér að mæla mjög eindregið gegn því að bæjar- stjórnir, hver í sínu umdæmi, leyfi at- vinnurekstur, sem eykur siðferðilegar hættur og freistingar barna og ungl- inga. Þingið vill þar til nefna ýmsa veitingastaði, hinar svonefndu „sjopp- ur“, sem margir nefna nú barnaknæp- ur, því að veitingastaðir þessir eru nær eingöngu sóttir af börnum og ungling- um. Benda má á, að vörur, sem þarna eru á boðstólunum, eru dýrar og óholl- ar til neyzlu.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.