Heimili og skóli - 01.06.1949, Síða 11
HEIMILI OG SKÓLI
55
OLAFUR GUNNARSSON frá Vik i Lóni:
Vandamdl gelgjuskeiösins
Allir, sem við uppeldi fást, vita, að
gelgjuskeiðið er örðugur áfangi á
þrsokabraut unglingsins, af hverju
örðugleikarnir stafa er ekki eins al-
kunna.
Við vitum öll, að á aldrinum 11—18
ára verða unglingarnir kynþroska, sem
kallað er, telpan hefur á klæðum í
fyrsta skipti, og sáðlát piltsins hefst.
Við vitunr einnig, að þessi breyting,
sem lífeðlisfræðilega skýtur loku fyrir
bernskuna og gerir úr barninu kyn-
þroska ungling, sem aukið getur kyn
sitt, veldur meiri eða minni truflun-
um á sálarlífinu. Þessi truflun lýsir sér
með ýmsu móti, en oftast í auknu hrif-
næmi gagnvart ytri áhrifum, og einatt
í önuglyndi og uppreisnaranda.
Margir uppalendur, bæði foreldrar
og kennarar, telja, að líkamlegu breyt-
ingunum einum sé um að kenna og sál-
rænu truflanirnar séu svo sjálfsögð af-
leiðing þeirra, að þar verði engu um
þokað. Afleiðing þessarar ályktunar er
sú, að uppalendum dettur tæpast í hug,
að framkoma þeirra gagnvart ungling-
unum skipti miklu máli; unglingarnir
séu eðlilega önugir á þessu tímabili,
við því sé ekkert að gera, og þar með
búið.
Við skulum nú athuga þetta mál of-
urlítið nánar. Ef röskun á sálarlífi
unglinganna er eingöngu líkamlegum
orsökum að kenna, hlýtur hún að vera
eins eða áþekk hjá hverri einustu þjóð.
Rannsóknir hafa leitt í Ijós, að þessu
er ekki þann veg farið. Amerískir
mannfræðingar hafa komizt að raun
um, að á Suðurhafseyjum, þar sem
þjóðflokkarnir lifa óháðir hinni svo-
nefndu menningu, er ekki um neina
gelgjuskeiðsörðugleika að ræða. Líf
þessa fólks virðist vera einn órofinn
hamingjuheimur frá vöggu til grafar,
og einu áhyggjur þess eru, ef það ótt-
ast, að það sé ekki nágrönnunum að
skapi.
Eftir því, sem bezt verður séð, eru
gelgjuskeiðsörðugleikar mun meiri í
menningarlöndum Evrópu og Amer-
íku nú en þeir voru fyrir hundrað ár-
uin síðan.
Þessi dæmi ættu að nægja til þess að
sanna, að líkamlegum breytingum ein-
um er ekki um að kenna, er ókyrrð
gelgjuskeiðsins grípur unglingana
heljartökum.
En hvað veldur þá sálrænu örðug-
leikunum? Þeim valda margar orsakir.
Kynþroska ná flestir unglingar sam-
tímis því, sem þeir eru að verða fnll-
orðnir frá félagslegu sjónarmiði. Þeir
geta ekki lengur verið heima í hreiðr-
inu hjá pabba og mömmu, án þess að
þurfa neitt fyrir lífinu að hafa. Þeir
verða nú að svipast um, annað hvort
eftir vinnu, sem geri þá fjárhagslega
óháða, eða þeir verða að velja sér
námsferil í því augnamiði að búa sig
undir ævistarf. Oft og tíðum verða
unglingarnir á þessum aldri að yfirgefa
heimili sín og leita sér atvinnu hjá