Heimili og skóli - 01.06.1949, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI
63
SNORRI SIGFÚSSON:
HINN VÍGÐI ÞÁTTUR
o
Þann 31. ágúst þ. á. verður Snorri Sig-
fússon námsstjóri 65 ára. Snorri Sigfússon
er svo þjóðkunnur fyrir skólastarf sitt, er-
indi og áhuga á uppeldis- og skólamálum,
að óþarfi er að kynna hann fyrir lesendum
Heimilis og skóla, enda hefur það verið
gert áður. En þó að Snorri hafi orðið fyrir
ýmsum þungum áföllum hin síðari ár, hef-
ur það ekki beygt hann. Enn býr hann yfir
sama brennandi áhuganum á uppeldis- og
skólamálum þessarar þjóðar og er alltaf
reiðubúinn til að byrja á einhverju nýju og
betra. Heimili og skóli árnar honum allra
heilla á þessum tímamótum ævinnar, og
vonar, að honum megi enn auðnast að
starfa lengi að áhugamálum sínum.
Grein sú, sem hér fer á eftir, er útvarps-
erindi, sem hann flutti í dómkirkjunni í
Reykjavík fyrir fáum árum, og er það birt
hér samkvæmt ósk nokkurra hlustenda.
Ritstj.
Ein af þeim perlum, er skáldjöfur-
inn Einar Benediktsson gaf þjóð sinni
um s.l. aldamót, voru þessar ljóðlínur:
Sú þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa,
á guð sinn og land sitt skal trúa.
Þegar Einar Benediktsson formbatt
þessa hugsun með þessum ógleyman-
legu og oft tilvitnuðu Ijóðlínum, var
hann ungur og enginn kreddukarl.
Það varð hann nú raunar aldrei. Hann
var sem kunnugt er hinn mikli heims-
maður í aðra röndina og dáandi jarð-
neskra gæða og lystisemda, en djúp-
skyggn og dulskyggn andi í hina, er
hvessti sjónir á hin miklu lífsins verð-
mæti og sópaði burtu hisminu, þegar
svo bar undir, svo að kjarni málsins
blasti við allra augum, ldár og hreinn.
Hið mikla skáld hafði drukkið í sig
veraldarvizku 19. aldarinnar, kafað til
botns í kenningum hennar og glysi,
setið við ríkuleg borð aldarandans í
hásölum evrópiskrar menningar og
notið þess þar, sem notið varð. „En
köld var hyggjan sem klaki og böl und-
ir hverju þaki“. Og svo kemur hann
úr veizlunni og kveður sér hljóðs:
„Sjálft hugvitið, þekkingin, hjaðnar
sem blekking sé hjartað ei með, sem
• undir slær. Sú þjóð, sem í gæfu og
gengi vill búa á guð sinn og land sitt
skal trúa.“
Þetta er boðskapur hins vitra manns
til þjóðarinnar á vegamótum. Þar er
ekkert liik né hálfvelgja. Þetta er hin
eina farsæla leið. Og skyldi honum
hafa missýnst? Er ekki þjóð vor enn á
vegamótum, reikul í ráði og völt á fót-