Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 24

Heimili og skóli - 01.06.1949, Blaðsíða 24
68 HEIMILI OG SKÓLI oft einlægar og hve ánægjulegt var að svara þeim. Það voru yndislegar stund- ir. Ekki sízt, þegar svo vel tókst til, að börnin hrukku upp, er hringt var og urðu hissa, að kennslustundin skyldi vera búin. Á þeim stundum sukku þau í samtalsefnið og íhugun þess og gengu svo þögul og liljóð út á ganginn. Efnið hafði snert þau. Slíkum stundum gleymir enginn kennari, m. a. vegna þess, að hann hefur sterka trú á því, að börnin gleymi þeim ekki heldur. Ég minnist þess úr litla skólanum mínum á Flateyri, hve yndislegt það var að starfa með börnunum að slík- um málum, hve vel við skreyttum leik- finrissalinn fyrir jólin, meðan engin kirkja var þar, svo að guðsþjónusturn- ar, sem átti að halda þar um jólin, yrðu sem hátíðlegastar, og hve sæl þau voru við slíkan undirbúning, ekki sízt vegna þess, að við höfðum sjálf sérstakar guð- ræknissamkomur fyrir fullu húsi, þar sem þau sungu sálmana en ég, eða ann- ar, spilaði á orgelið og las lesturinn eða talaði. Og þetta var ekki aðeins á jólunum, að við gerðum þetta, heldur margoft á skólaárinu, á sunnu- og há- tíðisdögum. Ég hef nú orð ýmissa af þessum gömlu nemendum mínum fyrir mér, sem nú eru fyrir löngu full- orðið fólk, feður og mæður, að margar af þessum stundum séu þeim hugstæð- astar allra, og enn hitnar mér um hjartaræturnar er ég minnist þeirra, sagði ein móðir nýlega við mig. Ég þori því óhræddur að ráðleggja hverjum kennara, sem hug hefur á slíku og líkt er ástatt um og mig, starf- ar í þýttbýli, þar sem hvorki er kirkja né prestur, að taka upp húlestra ein- stöku sinnum, þar sem börn syngja, en hann les. Það mundi gleðja börn og foreldra, og ég spái honum húsfylli og ánægju. Þá minnist ég og með mikilli ánægju hinna sérstöku guðræknisstunda, er við tókum upp í Barnaskóla Akureyr- ar fyrir tæpum tug ára. Við höfum liaft þær einu sinni í viku, á mánu- dagsmorgna. Börnin skipa sér í raðir á ganga skólans, er þau hafa tekið af sér yfirhafnir, hver bekkjaröðin við aðra. Síðan er sunginn sálmur, eða aðeins 1 eða 2 vers, og les þá kennari einhver ritningarorð, eða fer með bæn og síðast Faðirvorið, og svo er aftur sung- ið. Þetta tekur venjulega aðeins nokkr- ar mínútur. Og svo er gengið til starfa. En sá hátíðar- og hljóði blær, sem hvíl- ir yfir þessari stund, hæfir vel hinum fyrsta starfsmorgni vikunnar, enda felum vér oft í bænum vorum viku- starfið og velfarnað þess, á þessari hljóðu morgunstund, svo að börnin fá að heyra, hvers við kennarar óskum heitast, og hverjum við treystum bezt til að hjálpa okkur. Ég hugsa, að þess- ar guðræknisstundir verði aldrei niður lagðar í Barnaskóla Akureyrar, og ég vildi ráðleggja fleiri barnaskólum að taka þær upp, en gæta þess að hafa þær stuttar og vel undirbúnar. Því þótt aldrei sé hægt að fullyrða neitt um beinan árangur af slíku, þá er það trúa mín, að svo einlæg tilraun til að kalla hinn góða anda inn í skólastarfið, sé mikils virði, bæði fyrir börnin og kennarana, og að hún hafi blessun í för með sér. Og alveg tel ég sjálfsagt, þar sem því verður við komið, að börn- in syngi sálmavers á hverjum morgni. ('Framhald).

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.