Heimili og skóli - 01.06.1949, Page 25
HEIMILI OG SKÓLI
69
Drengurinn þinn
í vetur kom út bók með þessu nafni.
Hún er eftir sænskan prest og skáta-
leiðtoga, Frithiof Dahlby, en Frey-
steinn Gunnarsson hefur þýtt hana.
Bók þessi er skrifuð einkum fyrir
foreldra og aðra þá, sem þurfa að bera
ábyrgð á drengjum. Hún lýsir sálarlífi
þeirra á gelgjuskeiðinu, — þegar þeir
eru að verða að mönnum.
Bókin er skrifuð af næmum skiln-
ingi og hlýjum huga til drengjanna á
þessu erfiða tímabili ævinnar.
„Heimili og skóli“ vill mæla sem
bezt með þessari litlu bók. Og í stað
þess að ræða nánar um hana, birta hér
þrjá stutta kafla úr henni.
Drengurinn og pabbinn.
N ú skulum við virða drenginn nán-
ar fyrir okkur. Þegar hann er lítill,
svona fjögra eða fimm ára, fínnst hon-
um afar mikið til pabba síns koma, því
að pabbi getur allt. Úr trékubbunum
getur hann reist stóran turn, sem ekki
hrynur jafnharðan, og við hundinn
með hringvírsrófuna getur hann gert
þær hundakúnstir, að hægt er að hlæja
sig máttlausan.
Þegar drengurinn er kominn á ylf-
ingaaldur, sem við skátar köllum,
kringum átta eða níu ára, finnst hon-
um enn til um pabba sinn, af því að
hann getur allt og veit allt. Hann get-
ur búið til undursamleg leikföng og
svarað einkennilegustu spurningum,
hvort sem spurt er hvernig eða af
hverju. Hann getur t. d. skýrt, hvernig
á því stendur, að ekki eru nema tvö
hjól á hjólhesti, en fjögur á bíl.
Þegar drengurinn er kominn á skáta-
aldur, segir hann sem svo og dregur
seiminn: „Ja-á, hann pabbi veit nú
ekki allt og getur ekki allt. en hann
Kalli og Kiddi og hann Siggi og hann
Sveinn, þeir geta allt, og allt, sem þeir
segja, er rétt og áreiðanlegt."
Fimmtán ára drengur fullyrðir hik-
laust: „Pabbi getur ekkert og veit ekk-
ert. Hann er gamaldags, alveg á eftir
tímanum og fylgist ekki með í neinu.
Hann er orðinn kalkaður, hann hefur
það sér til afsökunar. En bíðið þið
bara, þangað til ég ræð yfir mér sjálf-
ur, get séð fyrir mér og siglt minn sjó.
Þá skal kveða við annan tón. Þá fer ég
og kem, þegar mér sýnist, og hátta, þeg-
ar mér sýnist. Þá skal ég aldrei éta
graut.“
Svona hefur það víst alltaf verið. Og
það má mikið vera, ef Adam sálugi,
forfaðir okkar allra, hefur ekki ein-
hvern tíma heyrt einhvern af drengj-
unum sínum segja: „Skelfing ertu
heimskur, pabbi.“
En þrátt fyrir þetta, getur drengur-
inn verið hliðhollur föður sínum lit á
við. „Ég vil ekki heyra, að illa sé talað
um pabba minn. Það má enginn gera
nema ég sjálfur."
Stundum kemur það fyrir á vissu
aldursskeiði, að drengur fyrirverður
sig fyrir föður sinn eða móður. Hann
getur þá miklazt af því, ef félagar hans
eru viðstaddir, að segja foreldrum sín-