Heimili og skóli - 01.06.1949, Page 28
72
HEIMILI OG SKÓLI
dunda við hann. Drengurinn gekk
nokkra hringi kringum bílinn og
horfði á. Loks stanzaði hann frammi
fyrir föður sínum og sagði: ,,Af hverju
gerirðu þetta sjálfur, pabbi? Þú hefur
alltaf svo lítinn tíma. Getur ekki garð-
maðurinn hreinsað bílinn fyrir þig?“
Faðirinn svaraði: „Nei, drengur
minn, það dugar ekki. Bíllinn er dýr-
mcet eign, skilurðu, og ég verð að gefa
mér tíma til að hugsa um hann og fara
vel með hann. Garðmaðurinn gæti
rispað hann og skemmt. Ég trúi hon-
um ekki fyrir því.“
:Drengurinn kinkaði þegjandi kolli
og hélt áfram göngu sinni kringum bíl-
inn. Eftir stundarkorn stanzaði hann
aftur hjá pabba sínum og sagði:
„Heyrðu pabbi!“
„Já, hvað viltu nú?“
„Er þá engin eign í mér?“
Faðirinn hrökk við. „Af hverju
spyrðu að því?"
„Þú mátt aldrei vera að því að hugsa
um mig.“
Bílhreinsuninni var óvenjulega
fljótt lokið í þetta sinn. Og skömmu
seinna mátti sjá föður og son leika sér
saman og kútveltast á gólfábreiðunni
í beztu stofunni. Bókin, sem hann
„mátti til að lesa“, lá ósnert á skrif-
borðinu og sömuleiðis dagblaðið og
vikuritið.
En hvernig er það annars? A morgn-
ana ertu að flýta þér. Á kvöldin ertu
þreyttur. Á rúmhelgum dögum ertu
alltaf í önnum og á sunnudögum
„lendir allt í öðru“. Hefurðu þá aldrei
tíma til að sinna drengnum þínum?
Ef við eigum börn, erum við blátt
áfram skyldugir til að hafa einhvern
tíma afgangs handa þeim. Og ekki að-
HEIMILI OG SKÓLI
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar. >
Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst <
24 síður hvert hefti, og kostar árgangur- j
inn kr. 10.00, er greiðist fyrir 1. júní.
Útgáfustjórn: ?
Snorri Sigfússon, námsstjóri,
Kristján Sigurðsson, kennari,
Hannes J. Magnússon, skólastjóri. t
Afgreiðslu- og innheimtumaður: j
Árni Björnsson, kennari, Skólastíg 11. >
Akureyri.
Ritstjóri: j
Hannes J. Magnússon, Páls Briems- j
götu 20, Akureyri. Sími 174. j
Prentverk Odds Björnssonar h. f. <
eins það. Eitt hið bezta, sem lífið hefur
að bjóða, er það að sinna drengnum
þínum, verða trúnaðarvinur hans og
félagi og hjálpa honum. Þú hefur ekki
efni á að neita þér um það. Brátt er
hann upp kominn og floginn burt eins
og fugl úr hreiðri, og þá situr þú eftir,
einmana.
Stundum kvartar þú undan því, að
drengurinn þinn tolli aldrei heima.
Gerirðu nokkuð til þess, að hann uni
sér þar? Ertu heima sjálfur, svo að þú
getir sinnt honum? Eða er heimili þitt
bara benzínstöð á daginn og bílstæði á
næturnar?
VEGNA FJARVERU
ritstjórans kemur þetta hefti seinna
út en vera átti, en þrátt fyrir það
mun reynt að láta öll heftin koina
út á árinu. Samt eru kaupendur
beðnir að afsaka þennan drátt.
Ritstj.