Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 10

Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 10
4 HEIMILI OG SKOLI ana, sem lítils var vænzt af í uppvexti, og gáttir allar opnast þeim svo, að þeir sjá sínar óskastjörnur. En þessar gátt- ir, sem þarf að opna, eru leiðir til þess, að þeir geti þroskað hæfileika sína og fundið til hvers þeir duga. Óskastjörn- urnar eru hneigð hvers manns til þeirra starfa, sem hann er bezt fallinn tik.En þar vantar mikið á, að vér get- um enn sem komið er opnað þær gáttir, sem þarf, og þar með gert skyldu vora gagnvart unglingunum. En sál- fræðingar þurfa að hjálpa skólunum í þessu efni. „Suma skorti verjur og vopn að hæfi,“ segir skáldið. Það eru þessar verjur og þessi vopn, sem skól- unum ber skylda til að reyna að afla. Þetta er eitt af stærstu hlutverk- um skólanna í framtíð. Öll börn eru fædd til þess að öðlast hið sama aðalsmerki: að verða nýtir menn. Og þau eru öllu fædd til þess réttar að rnega njóta lífsins. Þetta er það, sem réttlætir hina almennu skóla- skyldu. Skólar eru gallaðir og skólar eru misjafnir, en þetta dregur ekki úr þörf skólanná. Það er nauðsynlegt, að þjóðin eigi álitlegan hóp af stúdentum og lang- skólamönnum, en ekki er það síður þjóðinni nauðsyn, að allur almenning- ur sé vel menntur. Vér lifum í lýð- ræðisþjóðfélagi. Lýðræðið þarfnast og krefst almennrar menntunar. Lýðræði og góð alþýðumenntun eru fylgifiska'r. En menntunin er margþætt, en hún er fyrst og fremst aflgjafi vaxtarþarf- arinnar. Skólarnir eru í senn fræðslu- stofnanir og uppeldisstofnanir. Þetta tvennt, fræðsla og uppeldi, þarf að fylgjast að. Ég vil enn fara nokkrum orðum um þá skoðun, að aðeins námsgáfuð börn eigi að sækja skóla, að minnsta kosti framhaldsskóla. Öll börn, sem hafa þá vitsmuni að hafa lært að tala, geta lært ótal margt fleira, þótt þeim gangi það misjafnlega. En það er miklu meiri vandi að kenna tornæm- um börnum en námsgáfuðum. Það má segja að það sé lítill vandi og létt verk að kenna „gáfuðum" börnum, en að kenna tornæmum börnum er mikill vandi og oft erfitt verk. Skól- um hættir við að flaska á því að láta tornæmu börnin fást við jafnþung verkefni og námsgáfuðu börnin. En ef vel á að fara, þá verða viðfangsefn- in að vera sniðin eftir getumöguleika nemendanna. En afsökun skólanna á mistökum í þessu eíni er vitanlega sú, að ekki er hægt að hafa nógu nákvæma flokkun á börnunum í deildir. Og þetta er rétt. En þó tekst kennurum misjafnlega í þessum efnum sem öðr- um, bæði hvað snertir að vekja áhuga nemendanna og láta hin tornæmu börn ekki algerlega heftast úr lest- inni. I þessum skóla skal aldrei verða nein Ása né Signý,. sem skemmdar verða á iðjuleysi og dekri, og enn síð- ur skal verða hér nein Helga, sem verði höfð útundan, því að ég vona, að þessi skóli brjóti aldrei svo sitt sið- lega takmark, að hann nokkru sinni geri nokkurt barna sinna að olnboga- barni. • Eg býð ykkur öll, eldri og yngri nemendur, velkomin í skólann og vænti þess, að hann verði sem annað heimili ykkar, vermireitur æsku ykk- ar, ykkur helgur griðastaður.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.