Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 13
HEIMILI OG SKÓLI
7
Frú Ingibjörg Eiríksdóttir kennslukona
sextug
Þann 23. febrúar varð frú Ingibjörg
Guðrún Eiríksdóttir, kennslukona við
Barnaskóla Akureyrar, sextug. Ingi-
björg er fædd 23. febrúar árið 1892 að
Efri-Þverá í Vesturhópi. Foreldrar
liennar voru Ingunn Gunnlaugsdóttir
frá Efra-Núpi í Miðfirði og Eiríkur
Jónsson frá Stóru-Giljá í Þingi. Sjö
ára gömul fluttist liún með foreldrum
sínum að Sveðjustöðum í Miðfirði og
ólst þar síðan upp við lítil efni, en
mikið ástríki, eftir því sem Ingibjörg
liefur sagt mér. Systkinin voru alls 8
og er því ekki að furða, þótt stundum
væri þröngt í búi. Lítið fengu börn að
læra á þeim árum, því að þá voru
fræðslulögin ekki komin á, og ekki var
annars krafizt undir fermingu en að
kunna kverið sitt.
Um tvítugsaldur stundaði hún nám
í kvennaskólanum á Blönduósi, en
settist síðan í Kennaraskólann og lauk
þaðan prófi vorið 1917.
Næstu 2 ár var hún við farkennslu í
Fremri-Torfustaðahreppi í Miðfirði.
Þá var hún kennari í Bolungavík árin
1920—22. Farkennari í Fljótsdal árin
1922—24. Einn vetur stundaði hún
farkennslu í Staðarhreppi í Hrúta-
firði. En veturinn 1925—26 hafði hún
smábarnaskóla í Reykjavík. En eftir
það sigldi hún til Noregs og var þar
við nám í tvö ár. Fyrra árið við kenn-
araháskólann í Þrándheimi, en síðara
árið við, húsmæðrakennaraskólann í
Stabekk. Haustið 1928 fékk hún kenn-
arastöðu við Barnaskóla Ak. og hefur
starfað þar síðan, aðallega sem mat-
reiðslukennslukona, en hefur þó auk
þess gegnt öðrum kennslustörfum.
Arið 1939 fór Ingibjörg aftur utan
og var þá á ýmsum námskeiðum í hús-
mæðraskólum og víðar, m. a. við Silj-
anskólann í Dölum í Svíþjóð.
Auk þess hefur hún oft verið á kenn-
aranámskeiðum, sem íslenzkir kennar-
ar hafa efnt til. Árið 1932 gekk Ingi-
björg að eiga Steingrím Aðalsteinsson,
síðar alþingismann.
Ingibjörg hefur tekið mikinn þátt í
félagsmálum, einkum félagsmálum
kvenna. í kvenfélaginu Hlíf á Akur-
eyri hefur hún verið síðan 1928. Þá