Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 17

Heimili og skóli - 01.02.1952, Qupperneq 17
HEIMILI OG SKÓLI 11 um skólaundirbuningi, sem ekki er minna vert um en lestrarkunnáttuna, en það er að efla málþroska barnsins, enda þátt það kunni ekkert að lesa. Þetta er ákaflega mikilvægur undir- búningur fyrir lestrarnámið. Mál- þroska öðlast börnin við það, að mikið sé við þau talað, og ekki á neinu tæpi- tungumáli, heldur venjulegu máli. Það er skemmtilegt viðfangsefni, og þó raunar ekki alltaf skemmtilegt, að at- huga þann mun, sem þarna er oft á börnum, þegar þau koma í skólann. Sum börn eru oft ótrúlega orðauðug, þau eiga jafnan auðvelt með að læra lestur, önnur eru aftur ákaflega orð- snauð. Jafnvel þótt þau séu orðin nokkuð stautandi á afar létt mál, rek- ur þau alltaf í vörðurnar, því að fyrir þessum börnum verða svo mörg orð, sem þau ekki skilja. Hér sést munur- inn á afskiptum foreldranna af börn- unum. Sumir foreldrar rækja þessar skyldur vel, eða jafnvel frábærlega vel, aðrir aftur miður og jafnvel illa. Börn frá slíkurn heimilum verða oft eftir- bátar í skólunum, ekki alltaf vegna greindarleysis, heidur vegna þess, að þau byrjuðu á því að vera á eftir og héldu því þá eðlilega áfram alla sína skólagöngu. }á. þeir foreldrar, sem nrikið tala við börn sín um ýmis efni hins daglega lífs, segja þeim sögur og ævintýr, kenna þeim kvæði og vísur, búa þau vel undir skólann, enda þótt þau komi þangað ólæs, en slíkt mun nú sjald- gæft, því að börn frá slíkum heimilum koma einmitt venjulega læs í skólann. Hin rct.ta afstaða til skólans. Loks vil ég í þessnm stutta þætti benda á eitt atriði enn, sem heyrir undir þetta undirbúningsstarf, en það er að skapa hina réttu afstöðu barnsins til skólans. Hin væntanlega skólaganga er í augum þess mikill viðburður, sem getur bæði skapað kvíða og tilhlökk- un, eftir því, hvernig á málunum er baldið. Ég er dálítið hræddur um, að sumir foreldrar séu sekir um það að hafa skólann sem eins konar grýlu á börnin til að reyna með því að örfa lestrarnámið. Þetta má ekki gera. Það er höfuðnauðsyn að skapa þegar í byrj- un hjá barninu vingjarnlega afstöðu til skólans, helzt að koma því til að hlakka til skólaverunnar. Það tekur oft langan tíma að eyða tortryggni barnsins til skólans og kennaranna, ef hún hefur verið vakin, og hvaða skoð- anir, sem foreldrar hafa annars á skól- anum, eiga þeir að vekja hjá barninu trú og traust á þessari stofnun. Það gerir alla sarnbúð og samvinnu í skól- anum auðveldari. Oft á þessi kvíði sér stað hjá þeim börnum, sem koma ann- að hvort lítt eða ekki læs í skólann. Það hefur verið vakin hjá þeim eins konar vanmáttarkennd gagnvart hin- um börnunum og ótti við kennarana. Þetta ber að varast. Það á að búa ólæsa barnið að heiman á sama hátt og hið læsa, með tilhlökkun og bjartsýni, með trausti á skólann, kennarana og sig sjálft. Það á ekki að segja barninu, að það verði lélegast af öllum börnum og fari í tossabekk, það er slæmur heim- anbúnaður. Það á að segja því, að allt gangi vel, það séu margir drengir og margar stúlkur sem komi líka ólæs, en þau geti orðið læs á einum vetri, ef þau verði bara iðin og dugleg. í sambandi við þetta rnætti svo

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.