Heimili og skóli - 01.02.1952, Side 18
12
HEIMILI OG SKÓLI
SNORRI SIGFÚSSON:
Skólar og heimili
Því er ekki að neita, að oft koma
fyrir margs konar erfiðleikar í sambúð
heimilis og skóla, sem valda áhyggjum
og andstreymi. Getur þetta stafað af
mörgu, og lagast venjulega ekki fyrr
en kennari og foreldri tala saman. Fer
þá langoftast svo, að allt jafnast, ef
sæmilegur skilningur beggja aðila er
fyrir hendi, og vilji til að leysa vand-
ann . Kemur þá oftast upp tir kafinu,
að til misskilnings eða áreksturs hefði
ekki þurft að koma, ef viðkynningin
hefði verið meiri og þekkingin gleggri
á öllum aðstæðum. Því hefur þess
vegna verið haldið fram hér, að sem
nánust samvinna þessara aðila um
uppeldismálin væri brýn nauðsyn.
En svo er um þessa samvinnu heim-
ila og skóla og nauðsyn hennar, eins
og margt annað, að þar gætir oft mik-
ils misskilnings um eðli hennar og
framkvæmd. Ef heimili t. d. fær ekki
framgengt öllu, sem það óskar barni
sínu í skólanum, þá finnst því sam-
starfið harla einkennilegt og til lítils
nýtt. Þetta kemur oft einna gleggst í
ljós þegar börnunum er skipt í bekki
og deildir bekkja. Þá vilja sumir for-
eldrar fá að ráða þar miklu um, og
verður stundum úr þessu óánægja í
svip. Um skiptingu í bekki fer að
mestu eftir aldri, svo að um það er
oftast lítið hægt að deila, því að aðeins
afburða greind og hraust börn eiga að
korna til álita um að fara fram úr
beztu deild síns árgangs, og flest börn
hafa illt af því, þegar allt kemur til
alls.
En það er aftur á móti deildaskipt-
ingin, sem oft veldur misskilningi og
óánægju. Það er vandaverk að skipta
i deildir bekkjanna svo að vel sé. Þar
kemur margt til greina. Það, sem á
öllu veltur, er að hver deild sé sem
jöfnust að þroska og getu. Þá kernur
samanburðurinn til greina. Og þar
standa kennararnir ólíkt betur að vígi
en heimilin. Þeir þekkja öll börnin,
skrifa langt mál um hinn félagslega
undirbúning. Hvernig er barnið t. d.
undir }?að búið að samlagast fjöldan-
um í skólanum og beygja sig undir
reglur hans og aga? Allur þorri barna
á auðvelt með þetta, af því að þau
hafa verið vanin á að hlýða reglum
heimilisins, boðum þess og lögum, en
til eru þau börn, sem eiga erfitt með
þetta, það eru þau börn, sem lotið hafa
litlum aga heima, börn, sem alin hafa
verið upp í of miklu meðlæti, börn,
sem eru vön við að stjórna sjálf heima
fyrir, en sem betur fer eru þessi börn
fá, og þau læra einnig smátt og smátt
að samlagast heildinni, en það tekur
þau lengri tíma og kostar oft einhverja
árekstra.
í næstu þáttum mun svo vikið laus-
lega að sjálfu skólanáminu.