Heimili og skóli - 01.02.1952, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI
13
en hvert heimili aðeins sitt eða sín,
og skortir því samanburðinn við öll
hin börnin í hópnum. Auk þess villir
svo oft sýn í þessum efnum hégóm-
legur metnaður og oftrú á eigið ágæti,
og er hvort tveggja mannlegt, en ekki
alltaf heppilegt.
Náttúrlega getur kennurunum yfir-
sézt með skiptinguna í svip, en aldrei
til lengdar, því að samanburðurinn er
stöðugur, bæði í kennslu og prófum,
enda er þessi skipting stöðugt endur-
skoðuð, og reynt að jafna til eftir
föngum, því að það er og verður jafn-
an nauðsynja og áhugamál kennarans,
að hinn stóri hópur, e. t. v. 30—36
börn, sem hann á að annast og kenna,
sé sem allra jafnastur að þroska og
getu, því að annars er allur árangur
meir en vafasamur.
Þegar barn kemur fyrst í skóla 7
ára gamalt, verður fyrst og fremst að
rannsaka lestrarleikni jjess, og skipta
því síðan í hóp þeirra, sem líkt er
ástatt um í þeirri grein, og varla líta
á annað. Lesturinn verður að vera
mælikvarðinn fyrstu árin. En þegar
fram í sækir, breytist þetta. Kemur þá
smátt og smátt í ljós hinn mikli mun-
ur, sem á börnum er og verður, og
veldur því, að þau eiga ekki saman,
er námið þyngist. Sum koma sæmilega
læs í skólann og verða því hópuð sam-
an. Önnur illa eða ekki læs og verða í
hóp sér. En eftir einn vetnr eða tvo
eru þau ntáske komin jalnt þeim
beztu í bezta hópnum, og mega því
ekki vera með í seinagangi félaga
sinna. Þá kann það og að koma í ljós,
að þau börn, sem allmikla leikni
höfðu í lestri, er þau komu í skólann,
voru það meir af alúð heimilis og um-
ltyggju en af greind, og eiga því ekki
lengur samleið með fyrri félögum sín-
nm. Þan dragast þá aftur úr. Þess
vegna er það ómótmælanleg staðreynd
og kemur þráfaldlega fyrir, að jafnvel
þótt barn hafi að réttu lagi átt heima
í ákveðinni deild fyrstu 2—3 árin, get-
ur það ekki fylgt Jseirri deild upp úr
skólanum, nema sér til tjóns.
Þess vegna er oft nauðsynlegt að
breyta allmiklu í deildunum, þegar
lokið er 3ja bekk. Og þótt þetta sé
vanalega lítið umrót, og ekki meira en
þörf krefur, þá er þó nauðsynlegt, að
foreldrar skilji orsakirnar. Og það er
fyrst og fremst nauðsynlegt vegna þess,
að ef um sársauka er að ræða hjá barn-
inu, er hann fyrr græddur, ef heimilið
og skólinn skilja þetta bæði eins og
eru sammála. Hitt getur orðið óbæt-
anlegt tjón barni, ef það hyggur sig
beitt ranglæti og fær foreldrana til að
fallast á það með sér.
Af þessum meginrökum, sem nefnd
hafa verið, og miklu fleiri eru til, má
það ljóst vera, að skólinn verður að
ráða skiptingu barnanna í deildir.
Enginn annar aðili einn getur það,
svo að vel fari.
Þá er annar þáttur þessara mála, þar
sem oft reynir á sambandið og sam-
starfið milli heimila og skóla, og er
þó miklu viðráðanlegra en hitt. En
það er með sjálft námið í skólanum,
eða eitthvað meira eða minna af því.
Sumir foreldrar kvarta stundum yfir
jrví, að börn þeirra hafi of lítið að
gera, þeim sé of lítið sett fyrir að læra,
þau komist ekkert áfram og kunni
ekkert o. s. frv.
Aðrir telja of hart farið yfir, of
mikið sett fyrir, börnin hafi aldrei