Heimili og skóli - 01.02.1952, Page 26
20
HEIMILI OG SKÓLI
20—30 króna ársgjöld, og eitt félag —
fámennt félag í Álftafirði í Suður-
Múlasýslu — hefur 50 kr. árstillag á
einstakling.“
„Bókaeign félaganna er þá auðvitað
misjöfn?“
„Já, að því er varðar bókakost lestr-
arfélaganna er Suður-Þingeyjarsýsla
efst á blaði. Þar er aðeins eitt lestrar-
félag, sem hefur undir 1000 bindi, en
mörg talsvert eða hátt á annað þris-
und, og tvö á þriðja þúsund. Annað
þeirra — Lestrarfélag Mývetninga — á
nær 2900 bindi. Annað í þessari röð er
Lestrarfélag Dalvíkinga, Eyjafirði,
sem á yfir 2470 bindi, og þriðja Lestr-
arfélag Selstrendinga, Strandasýslu,
sem á um 2400 bindi. Alls eru 7 lestr-
arfélög, sem eiga yfir 2000 bindi. Fjöl-
mörg lestrarfélög eiga ekki nema 300
—600 bindi. — Oft eiga afskekkt lestr-
arfélög myndarleg söfn, t. d. Grímsey-
ingar um 1700 bindi. Að sjálfsögðu
ber að hafa í huga, að stundum áskotn-
ast einstöku félögum bókagjafir, en
bókaeign gefur jafnan mikilvæga
bendingu um lestraráhugann — sem
og eykst oft samfara aukinni bóka-
eign.“
„Já, og svo er það val bókanna —
ekki mun minna um það vert.“
„Það er rétt. Stjórnir lestrarfélag-
anna ráða vali bókanna, en senda sem
fyrr var getið, nákvæma skýrslu um
starfsemina, m. a. um bókakaup,
hvaða bækur eru keyptar o. s. frv. Yf-
irleitt virðist val bókanna sæmilegt og
oft gott. Frumsamdar, íslenzkar bækur
eru vfirleitt látnar sitja í fyrirúmi.“
„Hver var úthlutunarupphæðin til
lestrarfélaganna árið sem leið?“
„Rúmlega 149 þús. krónur.“
„Eftir því má áætla, að varið hafi
verið til bókakaupa lestrarfélaganna
um 300 þús. króna árið sem leið.“
„Telja menn þennan stuðning mik-
ils virði?“
„Vissulega. Lestrarfélögunum er
með fjárframlögum úr styrktarsjóðn-
um veittur mikilvægur stuðningur.
Enginn vafi er á því, að mikill fjöldi
h'tt efnaðs fólks á þess kost vegna starf-
semi lestrarfélaganna, að lesa margar
góðar bækur, sem menn ella myndu
aldrei fara höndum um, og við aukinn
lestur góðbóka mun hollur lestrar-
áhugi aukast. — Að lokum vil ég vekja
athygli á, að aukastyrkurinn, sem við
vikum að, hefur þau áhrif, að félög,
sem starfa vel, eiga meiri stuðning vís-
an en önnur.“
Bækur og rit
Riddararnir sjö, eftir Kára Tryggva-
son, kennara í Víðikeri. Bókaútgáfan
Norðri gaf út. Fyrir nokkrum árum
voru Þingeyingar stórvirkir rithöfund-
ar. Nú er Kári í Víðikeri að verða einn
mikilvirkasti rithöfundur Þingeyinga
og leggur gjörva hönd á margt. Heim-
ili og skóla hafa borizt tvær bækur eft-
ir Kára, sem komu út fyrir jólin. Ridd-
arnir sjö er önnur þeirra. Þetta er
skemmtileg drengjabók, full af sak-
lausum ævintýrum og töfrum ís-
lenzkra öræfa. Það sýnist í fljótu
bragði tæplega hægt að skrifa heila
bók um einar göngur, en það er þó að
minnsta kosti leikur fyrir Kára í Víði-
keri, sem alinn er upp á landamærum
hinna byggðu sveita og undraheima