Heimili og skóli - 01.12.1954, Side 5

Heimili og skóli - 01.12.1954, Side 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 13. árgangur Nóvember—Desember 1954 6. hefti VALD. V. SNÆVARR: Kom, blí&a tíö, með barnsins írið, kom, blessuð stund með líkn og £rið, kom, hátíð æðst, og heiminn gist, kom, heilög nótt, með Drotttin Krist! Kom, heilög hirta, himnum frá, kom, hersveit engla, jörðu á. Já, kom — og ílyt þá fregn á ný að „fætt oss barn sé jötu í“. Vér fögnum þér, ó, blessað barn, og bjarma slær á lifsins hjarn. Sjá, heilög von í hjörtum skín, og hana vekur fæðing þín. ólcL~ sáinaiu Kom, jólabarn, á barna fund, vér blessum þig á helgri stund. Þú, ljósið heims, vér lútum þér, — Guðs ljúfi son, ó með oss ver. Þótt hér sé dimmt og hér sé kalt, þín heilög elska bætir allt. Ef skortir frið, ef falla tár, hún frelsar, líknar, græðir sár. Gef öllum börnum blessuð jól með brauð og ljós og yl og skjól. Lát hvern, sem grætur, íinna frið, — þann frið, sem ekkert jafnast við. Skín, lífsins sól, í lágum dal, kom, ljómi Guðs, úr himnasal. Kom, máttarhönd, svo mjúk og sterk og meðal vor gjör kraítaverk.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.