Heimili og skóli - 01.12.1954, Síða 6

Heimili og skóli - 01.12.1954, Síða 6
114 HEIMILI OG SKÓLI J. Ó. SÆMUNDSSON: Séð og heyrt i. Fyrstu fjóra mánuði ársins 1954 var ég á ferðalagi um Danmörk, Noreg og Svíþjóð í orlofi kennslumálastjórn- arinnar til að kynna mér skólamál frænda vorra í þessum löndum. Ég fór ekki víða um, en dvaldist nokkra daga, jafnvel viku í hverjum skóla. í einum skóla staldraði ég þó miklu lengst, eða hálfan mánuð. Það var í Karl-Jóhannsskóla i Gautaborg. Upp- haflega var alls ekki ætlun mín að vera þarna nema viku, en það skólalíf, sem ég kynntist þar, var mér svo nýtt og óþekkt, kennarinn, sem ég (því nær eingöngu) dvaldist hjá, svo sérstæður, að mér fannst ég ekki komast af með skemmri tíma, til þess að ég gæti sagt, að ég hefði tileinkað mér höfuðatriðin i aðferð hans. Þessi kennari, Max Glanzelius, er ekki með öllu óþekktur hér á landi, því að bæði hafa nokkrir ferðalangar héðan heimsótt hann, og svo var hann fenginn hingað vorið 1947 til að halda hér námskeið á vegum S. í. B. Því miður tók ég ekki þátt í því námskeiði, og hafði því ekki kynnzt Glanzeliusi, ekki séð hann, fyrr en ég stóð andspænis honum i stofu nr. 31, mánudagsmorguninn 29. marz sl. Það leyndi sér ekki, að Glanzelius er vanur að taka á móti þvílíkum gest- um sem mér, er fyrirvaralaust beidd- ist þess að fá að sitja inni í kennslu- stund hjá honum, enda var ekkert því til fyrirstöðu. Nemendur hans (32 11— 12 ára drengir) létu sér heldur ekkert við bregða, enda eru þvílíkar truflanir í kennslustundum þessa manns dagleg- ir viðburðir. Það mátti því allt að því segja, að þeim fyndist lítið til um gest- komuna (í nokkrum öðrum skólum þótti það stórviðburður, að fá heim- sókn frá íslandi). Glanzelius tók mér vingjarnlega, en ræddi lítið við mig fyrst í stað, enda kann hann ekki íslenzku, og ég ekki sænsku. Ég varð því að nota dönskuna (ogsvo einhverja ,,skandinavisku“), og tókst það sæmilega, þegar frá leið. Ég sat svo í tímum hans á hverjum degi, og svo fór, að við töluðum mikið saman. Eru mér mjög minnisstæðar sumar samtals-stundimar, ekki síður en kennslustundirnar. Glanzelius er einn af þeim, sem stundar starf sitt af logandi áhuga, fer hiklaust sínar eigin götur, hvikar aldrei frá settu marki, þegar hann einu sinni hefur gengið úr skugga um, að það sé þess vert að keppa að því. Hann hefur nú orðið langa eigin-reynslu að baki sér, en byggir starf sitt auk þess upp sem fræðigrein, vísindagrein, reista á rann- sóknum og tilraunastarfsemi kennara og uppeldisfræðinga víðs vegar um heiminn.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.