Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 7
HEIMILI OG SKÓLI
Ég mun ekki (a. m. k. að þessu sinni)
£ara út á þá braut að lýsa vinnubrögð-
um þessa ágæta skólamanns né aðferð-
um hans. Ég vil benda þeim kennur-
um, sem áhuga hafa fyrir því að fræð-
ast rækilega um hinn frjálsa áhuga-
skóla hans, á að ná sér í bókina Vár
Arbetssiitt eftir Glanzelius og nokkra
samherja lians. Þar er allýtarlega út-
skýrð sú skólastefna, sem þeir hafa
unnið eftir og að verulegu leyti byggt
upp. Bókin er alþýðlega rituð og með
mörgum, glöggum dæmum úr starfi
þessara höfunda.
Ég astla að reyna, í stuttu máli, að
gera grein fyrir kennsluforminu í bekk
Glanzeliusar, eins og það kom mér
fyrir sjónir þessa daga, sem ég var hjá
honum, og því andrúmslofti, sem þar
ríkir. Enginn, sem kynnist nokkuð að
ráði starfsemi Max Glanzeliusar, fer
þaðan ósnortinn af því, hve hann lifir
og hrærist í kennslunni og uppeldinu
á börnunum. Það minnti mig rækilega
á þau sannindi, að skólastarf getur ekki
blessazt, nema það sé fyrst og síðast
áhugastarf.
Fyrstu dagana kunni ég ekki meira
en svo vel við mig inni hjá Glanzeliusi.
Mér fannst hálfgert stjórnleysi ríkja í
bekknum. Þó var ekki hægt að segja,
að drengirnir létu illa, væru ójjægir.
En það var all-hávaðasamt, og ég gat
ekki betur séð en að hver færi því fram,
sem honum bezt líkaði. Mér féll ekki
alls kostar þessi sífelldu samtöl, ókyrr-
leiki og umgangur. Drengirnir röbb-
uðu hiklaust saman og fóru út og inn
án þess að leita leyfis kennarans. Hann
lét framferði þeirra með öllu afskipta-
laust, nema ef úr hófi keyrði, og það
merkilega var, að það gekk yfirleitt
115
ekki svo langt. Engin höfuð-áherzla
virtist lögð á, að teknar væri til greina
hinar reglubundnu út- og innhring-
ingar. Það gat komið fyrir að dreng-
irnir litu ekki einu sinni upp, þegar
hringt var út, einnig, að sumir þeiim
gengju þá út, er aðrir nemendur komu
inn í skólann. Að morgninum og svo
við lokin, var þó gætt fullkominnar
stundvísi.
Við nánari athugun og kynningu
kom í Ijós, að hér var ekki um neitt
stjórnleysi að ræða, heldur óvenjulega
og undraverða stjórn, sem kennarinn
að vísu hafði í hendi sinni svo sem
honum þóknaðist, en sem hann fram-
kvæmdi þannig, að drengjunum fannst
peir sjálfir ráða öllu, og bera jafnframt
ábyrgð á að hátterni bekkjarins sem
einnar samstæðrar heildar væri með
æskilegum hætti. Þegar þeir voru orðn-
ir þreyttir og þörfnuðust hvíldar eða
tilbreytingar, þá sköpuðu þeir sér þetta
sjálfir á þann hátt, sem fullnægði þeim
bezt, en virtust þó aldrei gleyma því,
að kappkosta að koma sem mestu í
verk hvern daginn Vinnukliðnum
voru þeir sýnilega vanir, en voru þó
margir vel á verði um það, að hann
yrði ekki mjög mikill. Höstuðu þeir
þá gætilega hver á annan, og dugði
þess háttar áminning oft prýðilega.
Nærri má geta, að hér var ekki um
neins konar yfirheyrslu-stundir að
ræða, þar sem kennarinn var allt í
öllu, en nemandinn eins konar ílát,
sem ekki væri gerðar aðrar kröfur til
en að taka á móti og geyma. Hér var
um annað að ræða, allt annað og miklu
líklegra til þroskunar fyrir hið vaxandi
fólk.
Bekkurinn líktist að sumu leyti fé-