Heimili og skóli - 01.12.1954, Síða 10

Heimili og skóli - 01.12.1954, Síða 10
118 HEIMILI OG SKÓLI Er hægt að taka „Skelfi skipstjóra” fastan? Útvarpserndi eftir Vagn Jensen skrifstofnstjóra i menntamálaráðuneytinu danska, flutt 4. mai 1954. — Vakti erindi þetta allmikla athygli. Fyrir skömmu hrökk þjóðin upp við morðið á lítilli telpu, sem ungur piltur liafði drepið. Honum hafði áð- ur verið veitt athygli sökum þess, að hann hafði verið að ógna fólki með skammbyssu, en var þó ekki talinn sá fáviti, að hætta stafaði af honum. Hann hafði enga „ástæðu“ haft til að drepa litlu telpuna, sem var honum alveg ókunnug, né neinn annan. En sjálfur sagði hann svo frá, að hann hefði verið knúinn af drápsfýsn. En það er í sjálfu sér alls engin skýring. í seinni tíð hefur heyrzt frá öðrum áþekkum morðum og óskiljanlegum. Og einu sinni áður höfum við lifað slík dularfull og tilgangslaus morð — á 5 bölvuðum hernámsárum, sem lauk einmitt að kvöldi þessa dags fyrir níu árum. , Það væri fjarstæða að ætlast til þess af mér einmitt á þessum afmælisdegi, að ég geti látið undir liöfuð leggjast þá spurningu, hvort hin nýju, fjar- stæðu morð, séu ekki einmitt dreggjar liins óháða hernáms. Við vitum allt of lítið bæði um raunverulega heilbrigt Iiugarfar og eins hitt, hvað haft geti svo sterk áhrif á óheilbrigt liugarfar, að athafnahvöt- in hleypur algerlega upp úr rásinni. Góðviljaðir menn hafa vakið eftirtekt á teiknirunu-sögum blaða og tímarita, sem leggja áherzlu á og rækta dýrslegt afl, er brýzt út í athöfn, algerlega óháð allri andlegri íhugun. Því mun trauðla verða neitað, að goðsögnin um hinn einvalda athafnarinnar almáttka guð, sem engu er háður, sé líkleg til að smita unga hugi. Unglingar hafa enn ekki lært að „hugsa með skynseminni" (beita skynseminni í hugsun), og að- eins <)ðru hvoru með tilfinningunni. Og á hinn bóginn er ekki hægt að sanna afleiðingu áhrifanna. Því miður geta hinir fullorðnu, skynsemiþrosk- aðri, sem taka „ættu“ afstöðu og dæma um, hvort teiknisögur þessar séu nú raunverulega hættulegar, — þeir geta ekki lengur, sökum yfirburða síns eig- in þroska, dæmt um þessa tegund bók- mennta út frá tilfinningaháðum for- sendum barna og unglinga. Þess háttar verður rannsóknarstofustarf fullorð- inna. En samtímis skortir okkur skil- yrði til nákvæmra rannsókna á þessum vettvangi. Hinir fullorðnu hafa sjálfir náð hinum rólega og athugula skyn- semisaldri, og þeirn er því eðlilegt að benda á, að ekki sé sannað, að teikni- sögumar séu hættulegar. Og síðan er sagt, að ekki sé full ástæða til að banna þær. Og þar við bætist sú óþægilega staðreynd, að með banni sé verið að grípa fram í á andlegum vettvangi, þar

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.