Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 14

Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 14
122 HEIMILI OG SKÓLl vera réttlætanlegasta viðnám, meðan beðið er eftir rannsóknarlegum upp- drætti af skapgerð og hugarfari ung- linga. Afleiðingin af mikilvægi sjálfrar á- hættunnar verður sú, að sé um vafa- mál að ræða, ber að velja bann fram yfir frjálsræði á þessum vettvangi. Aftur á móti skal hér eigi rætt um, hvernig skipa bæri dóm þann, sem hafa ætti úrskurðarvald í þessum efn- um, og eigi heldur hve jákvæð teikni- saga þurfi að vera til þess að hlotnast bláa merkið o. s. frv. Það er aðeins grundvallaratriðið, sem fyrst verður að ráða fram úr. Hér að framan hefur aðeins verið kleift að taka fyrir aðalmálefnið, hina glæpsamlegu áhættu og afleiðingar hennar. En einnig ber auðvitað að líta á, hvað glatast myndi við slíkt bann. Sérstaklega er ástæða, og ef til vill aðeins ástæða að bæta málfrelsi og prentfrelsi inn í myndina. Það er sem sé þetta frelsi, er til þessa hefur bjarg- að teiknisögunum. En hve langt nær nú tillitið til þessara ákvæða? í 77. grein núgildandi stjórnarskrár vorrar felst mikilvægasta . öryggis- ákvæðið um tjáningarfrelsi. Þar segir, að „sérhverjum manni ber réttur til að birta hugsanir sínar opinberlega, á prenti, skriflega og í mæltu máli, en þó undir ábyrgð fyrir dómstólum. Rit- skoðun og önnur liöft má eigi framar lögleiða." Við skulum þá fyrst atliuga ritskoð- unina. Almennt bann eins og drepið hefur verið á hér að framan, verður að formi til tæplega talið ritskoðun, en viðurkennt skal þó, að svar þetta er ekki neinn úrskurður, þar sem það er allt of formbundið. Og hér við bætist svo, að stjórnarskráin bannar eigi að- eins ritskoðun heldur einnig „önnur varnarhöft“. En er nú fullvíst, að stjórnarskráin þannig skýrt og skorin- ort skjóti loku fyrir allt bann? Við höfum þegar drepið á, að leyfð sé filmskoðun, sem á engan hátt er að eðli til ólík eftirliti því, sem hér er um að ræða. Og oss eru kunn önnur bönn, önnur höft á tjáningarfrelsi, sem sam- þykkt eru að lögum. Það er t. d. sam- kvæmt hegningarlögunum talið sak- næmt, og þannig ólöglegt, þrátt fyrir 77. gr. stjórnarskrárinnar, að bera fram svívirðingar eða aðdróttanir. Og það er refsivert og ólöglegt að birta eins og það er orðað — „klámril, myndir eða hluti", já, og jafnvel refsi- vert aðeins að bjóða eða afhenda slíkt unglingum innan 18 ára. Þetta eru ekki hinar einu takmark- anir, sem settar eru hinu heilaga og friðhelga tjáningarfrelsi. En það nægir að nefna þetta. Hvernig stendur nú á, að takmarka verður tjáningarfrelsið á þennan hátt? Svarið verður óhjákvæmilega, að á þessum vettvangi er frelsið talið skað- legt. Og ætli þér séuð mér ekki sam- mála um það, að þjóðfélagið hafi eigi fært neinar sannanir fyrir því, að allar þessar kvikmyndir, sem algerlega eru bannaðar, eða að einhverju leyti, aðrar myndir o. s. frv. séu skaðlegar, hvað þá skaðlegri heldur en teiknisögur um Ófreskjuna (Fantomet), eða hverju nafni sem þær nefnast. En sé þetta svo, þá skortir algerlega alla undirstöðu þess að bera í ríkara

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.