Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 18
126
HEIMILI OG SKÓLI
FRIÐRIK HJARTAR, skólastjóri
— örfá minningarorð -
Þann 6. nóv. s.l. andaðist á Akra-
nesi Friðrik Hjartar fyrrverandi skóla-
stjóri, 66 ára gamall. Hafði hann látið
af skólastjórastörfum s.l. haust vegna
vanheilsu, eftir langan og erfiðan
starfsdag. Hann hefur því vafalaust
hugsað gott til hvíldarinnar og næðis-
ins meðal ástvina og kunningja — og
hvíldin kom, þótt nokkuð væri hún
með öðrum hætti en hann hafði ætlað.
Friðrik Hjartar á langan skólastjóra-
feril að baki. Er hann hafði lokið
kennaraprófi, tók hann við forstöðu
brnaskólans á Suðureyri við Súganda-
fjörð og stjórnaði honum í rúma tvo
áratugi. Þá tók hann við stjórn barna-
skólans á Siglufirði, eða nánar tiltekið
haustið 1932. Gegndi hann því starfi
í 13 ár. Skólaárið 1945—46 var hann
námsstjóri á Norðurlandi, en þá var
hann skipaður skólastjóri við barna-
skólann á Akranesi og lét af því starfi
s.l. haust. Dagsverkið er því orðið
nokkuð langt og ekki alltaf vanda- og
áhyggjulaust.
Friðrik Hjartar þótti alltaf hinn
ágætasti kennari, enda hafði hann til
að bera marga þá kosti, sem hverjum
góðum kennara eru nauðsynlegir.
Einkum var því við brugðið, hve góð-
ur móðurmálskennari hann var. !s-
lenzkan var kjörgrein hans. Hann
unni lienni heitt, og betur var hann
að sér í þeim fræðum en flestir aðrir
stéttarbræður hans. Tók hann saman
tvær kennslubækur í íslenzku, er mik-
ið hafa verið notaðar. Þá leiðbeindi
hann í íslenzku á mörgum námskeið-
um og var alla jafna óþreytandi að
halda vörð um fagurt og rétt mál.
Friðrik Hjartar vakti hvarvetna
athygli þar sem hann kom á manna-
mót. Hann var allra manna glaðastur,
léttur og hlýr í viðmóti og hvers
manns hugljúfi. Hann unni söng og
gleði. Hann fann það, að það hvort
tveggja fegraði og bætti lífið. Þess
vegna ómuðu allar samkomur af söng,
þar sem Friðrik var mættur.
Hann var félagslyndur með afbrigð-
um, og ekki get ég að því gert, að mér
finnst íslenzk barnakennarastétt vera
mun fátækari, þegar Friðrik er horf-
inn úr hópnum. Hver á nú að halda
uppi söng og gleði á kennaramótum