Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 19

Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI 127 TIL UMHUGSUNAR Tveir kennarar tóku eitt sinn til starfa, sinn í hvoru nágrannakaup- túni. Báðir voru staðráðnir í því, að það mætti koma að sem mestu gagni. — Margt var að á báðum þessum stöð- um. Ástand fræðslumálanna var álíka bágborið í báðum kauptúnunum. Hagur almennings var ekki glæsileg- ur: Nokkur drykkjuskapur og ýmiss konar slark á báðum stöðum, og kirkjulífið dauft. Félagsskapur um siðgæðismál enginn.og alla félagsmála- forystu vantaði gersamlega á báðum stöðunum. Hagsmunafélög, eins og t. d. verkamannafélög og verzlunar- félög, voru þar engin. Þorpslífið var framúrskarandi fátæklegt. — Báðir kennararnir sáu þetta og báðir vildu þeir fegnir vinna að batnandi hag í öllum greinum. En — hvernig skyldi úr því bæta? Hvað gátu þeir gjört? Það var vandamálið mikla. Markmið- ið var þeim báðum ljóst, en hverjar voru öruggustu og fljótvirkustu að- ferðirnar til að ná þessu marki? Annar kennarinn valdi þá leiðina að slá sér út í pólitík. Hann myndaði harðsnúinn flokk um sig, er krafðist hlutdeildar í hreppstjórn í hlutfalli við atkvæðamagn sitt á hverjum tíma. Hann gjörðist og forgöngumaður í verkalýðs- og verzlunarmálum kaup- túnsins. Þannig skóp hann sér aðstöðu til að geta ráðið nokkuru um fjármál skóla síns. Honum tókst að knýja fram byggingu nýtízkuskólahúss og íþrótta- mannvirkja. Oft urðu harðar deilur um kennar- ann. Andstæðingar hans í opinberum málum sóttu hart að honum og vildu jafnvel bola honum frá starfi. En aðr- ir vörðu hann. Fólkið greindist í harð- snúna flokka, og samkomulag manna á meðal versnaði til muna. Því miður liðu sjálf kennslustörfin við félags- málaafskipti kennarans. Hann var svo og öðrum þeim mannfundum, sem Friðrik sótti af áhuga og trúmennsku? Það má segja um Friðrik: ,,Það syrtir að, er sumir kveðja“. Friðrik Hjartar var einn af þeim mönnum, sem alltaf eru reiðubúnir til að leggja hverju góðu máli lið, og þó að hann sé nú enn fluttur til nýrra heimkynna, vona ég að honum gefist þar kostur á áframhaldandi þjónustu við öll sín áhugamál. Og ef svo skyldi fara, að í þeirri björtu byggð vantaði liðtækan söngmann, mun ekki standa á Friðrik að taka lagið. Ég ætla, að lians karlmannlega bassarödd muni sóma sér þar vel. Ég mun alltaf minnast Friðriks Hjartar sem eins Iiins skemmtilegasta félaga, sem á leið minni hefur orðið. Fg þakka honum að leiðarlokum fyrir hugþekka og góða kynningu. Friðrik Hjartar var kvæntur Þóru Jónsdóttur frá Suðureyri, ágætri konu, og eiga þau fimm mannvænleg börn. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.