Heimili og skóli - 01.12.1954, Qupperneq 21

Heimili og skóli - 01.12.1954, Qupperneq 21
HEIMILI OG SKÓLI 129 SKALATUNSHEIMILIÐ Það hefur verið hljótt um Skálatúns- heimilið, og skal það út af fyrir sig ekki harmað, því að mannúðin er aldrei há- vær, en mér þótti vel við eiga að geta að einhverju þessarar mannúðarstofn- unar hér í ritinu, og því bað ég Jón Gunnlaugsson, stjórnarráðsfulltrúa, sem mun hafa átt mjög drjúgan þátt í stofn- un þessa heimilis, að segja lesendum Heimilis og skóla eitthvað frá þessari stofnun og því mannúðarstarfi, sem þar er unnið. Fylgir frásögn hans hér á eftir. Ritstj. Árið 1942 stofnaði Umdæmisstúka Suðurlands „Sumarheimili templara" með því að kaupa og hýsa betur en var jörðina Kumbaravog í Stokks- eyrarhreppi. Var sett um þetta skipu- lagsskrá sama ár og síðar ný skipu- lagsskrá, sem öðlaðist staðfestingu forseta 25. maí 1946 (Stj.tíð. 1946, B. bls. 160—162). Samkvæmt hinni nýju skipulagsskrá heitir stofnunin „Barna- heimili templara' og er sjálfseignar- stofnun. Tilgangur stofnunarinnar er að reka barnaheimili, og eru henni í upphafi lagðar þessar eignir: a. Jörðin Kumbaravogur með hús- um öllum og öðrum mannvirkj- um. b. Gjafir frá húsfélagi bindindis- manna, góðtemplarastúkum í Reykjavík . og styrktarfélögum, alls kr. 6.930.00. Meðan ekki þótti fært að byrja heimilisrekstur, hefur Kumbaravogur verið leigður, nú síðast Reykjavíkur- bæ, um 10 ára skeið. Þegar ákveðið var af stjórnarnefnd stofnunarinnar að hefja rekstur á fávitahæli fyrir böm, mátti Reykjavíkurbær ekki missa Kumbaravog úr notkun sinni, en hét því að hjálpa til, ef stjórnar- nendin gæti fengið aðra eign til þess að byrja þar starfsemi sína, en Reykja- vík gæti þá haldið áfram barnaheim- ili sínu í Kumbaravoari. o Eftir nokkra athugun á máli þessu var nýbýlið Skálatún í Mosfellssveit keypt og hafin starfsemi þar 30. janú- ar þ. á. undir nafninu Skálatúnsheim- ilið, eftir að nauðsynlegar umbætur og brevtingar á húsum höfðu farið fram. Kaupverð Skálatúns með mann- virkjum, áhöldum og áhöfn var 650 þús. kr„ en umbætur og breytingar á íbúðarhúsi urðu dýrar, svo sem vænta mátti, og er nú búið að leggja í eign- ina um eina milljón króna. Margar dýrmætar gjafir hefur Skála- túnsheimilinu hlotnazt, bæði í pen- ingum og nytsömum munum, frá Áfengisvarnanefnd kvenna í Reykja- vík og Hafnarfirði (sýningarvél með tjaldi), Elliheimilinu Grund (útvarps- tæki) og nokkrum systkinum (vegg- klukka). En stærst er gjöf Barnavernd- arfélags Reykjavíkur, en það gaf heim- ilinu barnarúmin með öllum rúm- fatnaði m. m„ að verðmæti allt að 60 þús. kr„ auk þess sem sama félag gef- ur ágóðann af sölu bókarinnar „Barn- ið sem þroskaðist aldrei“ eftir Pearl

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.