Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 22

Heimili og skóli - 01.12.1954, Page 22
130 HEIMILI OG SKÓLI Skálatúnsheimilið. S. Buck, í þýðingu þeirra séra Jóns Auðuns, dómprófasts, dr. Matthíasar Jónassonar og dr. Símons Jóh. Ágústs- sonar. Þá hefur Alþingi nú í fjárlög- um 1955 veitt í þriðja sinn heimilinu 60 þús. kr. byggingastyrk og Reykja- víkurbær veitt því vaxtalaust lán að upphæð 100 þús. ki. Þess er einnig vert að minnast, að verzlanir í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellssveit hafa veitt heimilinu mikilsverða hjálp með því að lána efnivörur og áhöld. Stjórnarnefndin hefur óneitanlega oft verið í vanda stödd og mætt mörg- um byrjunarörðugleikum, en fyrir skilning á nauðsynlegu mannúðar- máli hefur úr öllu rætzt vel með hjálp góðra manna. Þegar þetta er ritað, liafa alls 26 börn komið til dvalar á heimilið. Flest hafa þau verið í einu 21, en geta verið 22. Þar eru að jafnaði 8 stúlk- ur að starfi auk kennara. Daggjald er 60 kr., og þvkir stjórnarnefndinni það ærið mikið, en við því verður ekki gert, meðan vaxtagreiðslur af lánum verða að leggjast á reksturinn og arð- ur af búrekstri er enginn, fyrr en bú- ið er að rækta landið. Eitt höfuðatriði í rekstri svona heim- ilis er, að vel takist með sarfsfólkið. Það má með sanni segja hér, að „hjú- in gera garðinn frægan“. Ef lieppnast að fá starfsfólk, sem er vandanum vaxið, þá er vel farið. Móðurhönd mild og blíð þarf að sjá fyrir öllum þörfum barnanna. í anda kristinnar kirkju verður að starfa, annars er til einskis barizt. Ef þetta tekst, erum við feti nær bræðralagshugsjón manna. Það má með sanni segja, að Skála- túnsheimilið hafi verið heppið hvað þetta snertir þann starfstíma, sem lið- inn er. Stúlkurnar hafa yfirleitt verið börnunum góðar og umhyggjusamar.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.