Heimili og skóli - 01.10.1956, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.10.1956, Blaðsíða 5
HEIMILI OG SKÓLI 91 inn með beizkju. „Lað eru þeir, sem eiga sökina á allri ógæfu minni. Þeir lágu í drykkjuskap og óreglu og van- ræktu mig algjörlega. Ég hef engar skyldur við þá. Það þykir engum vænt um mig, og 'hefur aldrei þótt. Það fyr- irlíta mig allir.“ Presturinn fann, að það hafði al- gjörlega mistekizt að skírskota til for- eldranna. Honum verður þá litið á stóra mynd af Kristi, sem hékk á klefa- veggnum uppi yfir rúmi piltsins, og hann heldur áfram: „Þetta er nú ekki rétt hjá þér. Ég veit um einn, sem vill hjálpa þér. Honum þykir vænt um þig. Hann vill allt fyrir þig gera. Hann vill umfram allt hjálpa þér til að verðaí góður mað- ur.“ Pilturinn leit undrandi upp. Hann sér að presturinn horfir á vegginn uppi yfir rúmi hans og lítur þangað einnig. Hann þegir litla stund, en spyr síðan hikandi: „Er það ihann?“ „Já, það er hann,“ svaraði prestur- inn. Eftir þetta gekk samtalið betur. Jafnvel þótt allt leiki í lyndi fyrir ykkur og okkur öllum, þurfum við öll á þessari hjálp að ofan að halda. Ég hef oft spurt nemendur mína í kristnum fræðum að því, hvers vegna Kristur hefði talið tvöfalda kærleiks- boðorðið mest allra boðorða. Venju- lega hefur einhver í bekknum komið með rétt svar: Ef það er haldið, kemur allt hitt af sjálfu sér. — Kristinn andi í heimilunum og skólunum, er góður og traustur grundvöllur — já, ómiss- andi grundvöllur undir öllu hinu sið- lega uppeldi. Ég segi þetta af 33 ára kennarareynslu. Og ég þekki ekkert annað öruggt ráð til að þurrka út öll lögbrot og reglubrot, já, alla óknytti, slæma framkomu, alla sviksemi,, öll af- brot, nema kristið hugarfar, sem á sér djúpar rætur í öllu uppeldi í bernsku og æsku. Ég hef viljaði gera þetta að aðaltriði í þessum fáu orðum, sem ég segi við ykkur í dag, vegna þess að þetta er grundvöllurinn undir öllu ihinu. Við getum komið að hinum einstöku skólareglum síðar. 3. En það er einnig nokkuð annað, sem mér liggur á hjarta, en til að skýra það ætla ég að byrja á því að segja ykkur ofurlitla dæmisögu: Það er sagan um hérann og perlu- skelina. Einu sinni kom hérinn lafmóður þangað, sem skelin lá í fjörunni og segir: „Þú ættir að skammast þín, letiblóð- ið þitt. Þarna liggur þú hreyfingarlaus allan daginn á meðan ég er á þönum frá morgni til kvölds.“ Þá svaraði skelin: „Á meðan þú hef- ur verið á þessum tilgangslausu þön- um frá morgni til kvölds, hef ég í kyrrðinni myndað perluna, sem er meira virði en hundrað hérar.“ Hérinn minnir okkur á tímana, sem við lifum á. Flestir eru á þönum allan daginn og stundum á nætumar líka. Alls staðaij er hávaði og þys. Menn hafa ekki tíma til neins. Börnin hafa ekki tíma til að læra. — Fullorðna fólkið hefur naumast tíma til að hugsa. Fáir staðir eru kyrrlátir. Hávað- inn er jafnvel kominn út í sveitimar. Það er eins og allir séu að flýta sér —

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.