Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 22
108
HEIMILI OG SKÓLI
Vetur í Óðinsskógi.
stofnuð sérstök barnafélög — Hitler-
Jugend, Balilla, þar sem blessuð börnin
fengu líka eitthvað fallegt til að fara í. Og
þegar skólanum lýkur, er takmarkinu náð.
Þá er útskrifaður hugsunarlaus bjálfi,
troðfullur af ósamstæðum minnisatriðum,
er hlýðir öllum fyrirskipunum, sem að of-
an koma, trúir því, að hann sé í sældar-
ríki, þó að hann hafi hvorki til hnífs né
skeiðar, hleypur öskrandi til illvirkja, ef
einhver nennir að siga honum.
Þeir, sem þetta skipuleggja, vita vel,
hvað klukkan slær. Þeim er alveg ljóst,
hvers konar manntegund það er, sem þeir
þurfa á að halda, og reynslan sannar, að
þessa manngerð geta þeir fengið, eimmgis
með því að leggja grundvöll hennar í skól-
unum. Án þess væri það óhugsandi.
Þeir, sem einræði unna í raun og sann-
leika, ættu að íhuga þetta, kynna sér jöfn-
um höndum skólakerfið eins og það var á
dögum nazistanna, og fylgjast svo með
þeim nýjungum, sem nú eru uppi. Ef við
sjáum í skólakerfi okkar eitthvað eða e. t.
v. margt svipað því, sem leiddi ógæfuna
yfir æskulýð Þýzkalands á árumnn 1933—
1945, þá má vel vera, að þar finnum við
einmitt meginástæður þess, að lýðræði er
í dag mörgum þeim tungumjúkt vígorð
eitt, sem í hjarta sínu eru svo þröngsýnir
og illa upp aldir, að einræðið eitt er þeim
í raun og veru eiginlegt.
Brjóstvörn lýðræðis og mermingar.
Lýðræði er annað og meira en það að
mega velja um tvo lista í kosningum
fjórða hvert ár. Lýðræði grundvallast á
fólki, sem þorir að hugsa, nennir því, get-
ur það. Það krefst andlegs frelsis og ótta-
leysis við tjáning þess, sem býr hið innra.
Það er eðli þess, að við tökum fullt tillit
til annarra en sjálfra okkar einna í samfé-
laginu. Það krefst umburðarlyndis og
góðleika. Það krefst ábyrgra einstaklinga.
Það krefst manngerðar, sem er gjörólík
þeirri, sem einræðisríkin þurfa á að halda,
og hin eina varanlega efling þess er að
skapa henni vaxtarskilyrði.
Ég var í dag að virða fyrir mér stú-
dentaefnin ungu. Eftir fjóra daga lýkur
prófum þeirra. Að sjö dögum liðnum
munu allir farnir héðan. Ég veit ekki,
hvað verða mun um þetta unga fólk, en
eitt þykist ég vita, að ekki muni fyrir
koma: Það mun aldrei hneigjast til blindr-
ar ofstækisstefnu. Og ef til vill er það full-
vissan um, að svo muni ekki verða, sem
veldur því, að mér finnst að 500 þúsund
æskumenn, sem notið hefðu sams konar
uppeldis og þessi hópur, væru öruggari
brjótsvörn lýðræðisins í Þýzkalandi, en sú
hálfa milljón, sem ákveðið hefur nú verið
að vígbúa.
Ég er á förum að þessu sinni, fer með
fyrsta vorilminn í nefinu. En ef ég mætti
ráða, þá kæmi ég hingað aftur keifandi
upp dalinn kvöldið fyrir sumarhátíðina
miklu, einhvern tíma laust fyrir miðjan
júlímánuð. Og það er enginn úti, því að
þetta er um kvöldverðarleytið .Þess vegna
setzt ég á ferðatöskuna mína hérna fyrir
neðan gluggann minn á Goethehaus,
þurrka af mér svitann, anda að mér ilmi
kvöldsins, blæs mæðinni.
En svo kemur skólastjórinn út með all-
an kunningjahópinn að baki sér, slær á
lærið og segir:
„Nei, hver skollinn! Ertu kominn aftur,
drengur?
Jæja, vertu velkominn.“
Odenwaldschule í marz 1955.