Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 9
HEIMILI OG SKÓLI
95
og þá mundum við £á góðar reiknings-
bækur. Reikningskennsla í Noregi
fannst mér traust og nákvæm. Enda
fara skólar þar bægar yfir en við og
gefa sér betri tíma.
Próf og deildaskipting.
Próf þekkjast varla í norskum barna-
skólum. Burtfararpróf eru aðeins í
þrem greinum, norskum stíl, reikn-
ingi og ensku. En í norskum barna-
skólum gefa kennararnir vitnisburð
um framför barnsins og ástundun
þrisvar til fjórum sinnum á vetri
hverjum. Eru þessir vitnisburðir gefn-
ir með fimm stafamerkjum: ug., mg.,
g., ng., lg. Þetta gerir það að verkum,
að kennarinn er frjálsari að því hvern-
ig hann hagar náminu. Aðaláherzlan
verður því ekki lögð á minnisatriði,
heldur starfið í skólanum. Ég efast um
að hægt verði að fá frjálst starf með
vinnuskólasniði inn í skólana meðan
við höldum dauðahaldi í prófin í les-
greinunum. Vitnisburðir í norskum
skólum, sem gefnir eru 3.-4. sinnum
á vetri, eru einnig líklegri til að liafa
áhrif á nám barnsins til bóta .en vor-
prófin okkar, þegar vetrarnámi er
lokið.
Kennslubækurnar norsku breyttust
líka, þegar prófin voru afnumin. Áður
voru þær stuttar beinagrindur, ætlað-
ar til að læra þær. Nú eru þær lengri
og meira lifandi og fremur ætlaðar til
að leita þar fróðleiks en tileinka sér
'hann. Og vinnubækur eru mikið not-
aðar og annað frjálst starf.
í norskum skólum er börnunum
ekki skipt í deildir eftir getu. Þar eru
bæði greind og treggáfuð börn saman
í deild. Deildaskiptingin fer oft eftir
bæjarhlutum. Öll bömin koma ólæs í
skólann. Talið er að betra sé að hafa
greind og treggáfuð börn saman en
hvor út af fyrir sig, því að þau dug-
legri lyfti hinum alltaf eitthvað. Að-
eins þau börn, sem ekki hafa hærri
greindarvísitölu en 70—85 era höfð í
hjálparbekkjum. í þeim eru ekki
nema 12—15 í deild.
Formskriftin.
Formskriftin er eingöngu notuð í
norskum skólum. Hún hefur verið
tekin upp á síðari árum. Norskum
kenmpum finnast kostir hennar svo
miklir, að þeir hafa tekið hana upp.
Höfuðkostir hennar eru, að hún er
læsileg og auðvelt að 'breyta prent-
stöfum í formskrift í sambandi við
lestrarnám. í Danmörk vinnur form-
skriftin líka á. Ég gæti vel trúað, að
við fáum hana hingað eftir nokkur ár.
En ég tel, að það sé ekki rétt að hafa
formskrift og okkar venjulegu skrift í
sama skóla, það eigi að vera annað
hvort eða.
Nýjar skólabyggingar.
Ég sá marga nýja skóla í Noregi.
Flestir eru þeir byggðir £• álmum og
tveim hæðum. Þó sá ég einn nýjan
skóla í Þrándheimi, Landeskolen, sem
var aðeins ein hæð. Var hann mjög
vandaður og notaður fyrir æfingaskóla
frá Kennaraskólanum á Hlöðum.
Hljóðeinangrunarplötur eru í öll-
um loftum í kennslustofum og sums
staðar timbur yfir göngum, og er þá
útilokað allt bergmál. Smábarnaskóla,