Heimili og skóli - 01.10.1956, Side 6
92
HEIMILI OG SKÓLI
allir að leita að einhverju. Takið eft-
ir umferðinni á götunum. — Því stærri
borgir — því meiri hraði.
í raun og veru er það svo, að við
terum öll að leita. Við erum að leita að
friði, þrátt fyrir allt. Unga fólkið, sem
alltaf er í eltingaleik við einhverjar
skemtmanir og tilbreytingar, er að
leita að friði í sál sína. Þetta er sjúk-
legt ástand, sem ekki læknast nema
með einfaldara lífi — kyrrlátara lífi.
Þá finna menn sjálfa sig.
En hvar myndi þá helzt vera að
finna frið? Hann er helzt að finna á
góðu heimili. Þetta dýrmæti geta skól-
amir ekki látið í té.
Þið hafið öll lært um perluskelina
í náttúmfræðinni ykkar. í djúpri
kyrrð hafsins, já, alla leið niður á hafs-
botni, liggur skelin og myndar perl-
una sína, sem oft er svo verðmæt, að
engir geta keypt hana nema stórauð-
ugir menn.
En nú vil ég spyrja og biðja ykkur
að hugsa um það: Hvar eiga perlum-
ar okkar að myndast nú á tímum?
Verða þær til á götunum í hávaða og
ys umferðarinnar? Verða þær til í
kvikmyndahúsunum — eða kannski á
kaffihúsunum, þar sem unga fólkið
ver tómstundum sínum? Verða þær til
í danssölunum? Verða þær til í bílun-
um, sem velta áfram fullir af ungu
fólki, sem veit ekki hvernig það á að
verja tímanum? — Nei, hvergi á þess-
um stöðum. Perlurnar verða aðeins til
í kyrrð — kyrrð hugans, þegat] við gef-
um okkur tíma til að hugsa.
Þótt ekki sé til þess ætlast, að þið
sitjið og ihugsið eins og gamlir spek-
ingar eða jogar, þurfa börn einnig
sinn tíma til að hugsa. Annars verða
þau iheimsk eins og hérinn. Börnum er
alveg ómissandi að stund^ nokkra ein-
veru við og við. Og ef þið eigið gott
heimili, kemur þetta allt af sjálfu sér,
ef þið kunnið að nota ykkur þá gæfu.
Það er einhver hin mesta gæfa, ekki
sízt fyrir börn og unglinga, að eiga
gott og kyrrlátt heimili. Þess vegna
eigið þið fyrst og fremst að rækja
heimili ykkar; þá rækið þið skólann
ykkar einnig vel,
Það er fyrst og fremst undir heimil-
unum komið, hvort hér á að dafna hin
svonefnda héramenning — rótlítil,
hverflynd, laus í .reipum, og það er
einnig mjög undir heimilunum kom-
ið, 'hvort við getum eignast okkar perl-
ur, sem eru enn dýrmætari og fegurri
en þær, sem myndast í djúpi hafsins.
Ein af þessum perlum er trúin á alls-
herjar guð.
Héramenningin, hinn þrotlausi elt-
ingaleikur við allt og ekkert — venur
okkur af að hugsa, en þegar við hætt-
um að hugsa, hættum við einnig að
vaxa.------ H. J. M.
Orðsending
frá Kennaratali á Islandi.
Annað hefti KennarataLsins er að fara f
prentun. í því verða æviágrip þeirra kennara,
sem eiga g, h, i og j að upphafsstöfum. Nú eru
því allra síðustu forvöð fyrir þessa kennara aS
koma viðbótum, leiðréttingum og athugasemd-
um sínum á framfæri við ritstjóra eða nefndar-
menn. Allmargir kennarar hafa eigi enn sent
myndir af sér til nefndarinnar, og eru þeir
beðnir um að gera það nú þegar, því annars
má búast við því, að æviágripin verði prentuð
myndalaus. — Sími ritstjóra er 9092.
KENNARATAL Á ÍSLANDI,
Pósthólf 2, Hafnarfirffi.