Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 24
110
HEIMILI OG SKÓLI
Kennarar á afmœlis-
fundinum.
að. Kennarafélag hafði starfað hér á
árunum 1917—1922. En í því voru
bæði kennarar barnaskólans og þáver-
andi Gagnfræðaskóla, og var Stefán
skólameistari formaður þess. Það gaf
út ágæta lestrarbók á þessum árum.
Kennarafélag Eyjafjarðar var stofn-
að á Akureyri fyrir forgöngu Snorra
Sigfússonar 4. okt. árijj 1931. Stofn-
endur voru 17, og eru þeir allir á lífi,
en aðeilns 5 við kennslustörf ienn.
Fyrstu -stjórn skipuðu: Snorri Sig-
fússon, formaður, Ingimar Eydal,
gjaldkeri, og Hannes J. Magnússon,
ritari. Var Snorri formaður félagsins,
unz hann flutti alfarinn úr bænum,
eða til ársins 1954. Hannes J. Magn-
ússon hefur verið í stjórninni frá
stofnun félagsins, fyrst sem ritari, en
síðan sem formaður.
Félagið hefur rætt uppeldis- og
skólamál á fundum sínum. Auk þess
hefur það staðið fyrir 7 kennaranám-
skeiðum á þessum tíma, þar sem fyrir
hafa verið tekin hin margbreytileg-
ustu viðfangsefni kennslutækninnar. í
sambandi við námskeiðin, svo og
fundina hverju sinni, hefur verið
fluttur fjöldi erinda um uppeldis- og
skólamál.
Þá ihefur félagið haft nokkra út-
gáfustarfsemi með höndum. Það hefur
gefið út tímaritið Heimili og skóla í
nálega 15 ár, eða frá 1942. Hefur
það jafnan verið höfuðtilgangur rits-
ins að vinna að aukinni samvinnu og
skilningi milli heimila og skóla, en
hefur enn ekki náð nægilegri út-
breiðslu.
Þá gaf félagið út vinnubók í átt-
hagafræði 1948. Hún var seld skólum
út um land og er nú nálega uppseld.
Valdimar V. Snævarr flytur ræðu.