Heimili og skóli - 01.12.1956, Qupperneq 7
HEIMILI OG SKÓLI
115
það, sem að höndum ber. Foreldrum
mínum var þetta eflaust mesta sorgar-
efni, og þau vonuðu víst í lengstu lög,
að ég myndi fá sjónina aftur og þyrfti
ekki að lifa í myrkri alla ævi.
En ég varð að læra eitthvað, segir
Liv Cressey. Eg gat ekki gengið í skóla
með sjáandi börnunr og var því send
í Blindraskólann í Þrándheimi. Þar
var ég í sjö ár. Okkur leið þar vel og
undum okkur vel saman. Þar lærðum
við það sama og önnur barnaskóla-
börn, og við lékum og skemmtum okk-
ur alveg eins og börn með fulla sjón.
Árin liðu afar fljótt, og í sumarfríinu
fór ég lieinr til foreldra rninna og syst-
kina í Sandafirði, en ég varð að læra
meira, og var þá ákveðið, að ég skyldi
taka gagnfræðapróf í Ósló. Gekk ég
síðan í sérskóla fyrir blinda á Húsabæ
og tók próf ásamt nokkrum utanskóla-
nemendum í Fossskóla. Þetta gekk
einnig vel. Mér þótti gaman að læra
og hélt því áfram að sækja ýmiss konar
námsskeið í Ósló, og þar lærði ég
heimilisstörf, handavinnu og vélritun.
En mestan áhuga hafði ég samt á
tungumálanámi, sérstaklega ensku. Og
til þess að fá meiri æfingu höfðu nokk-
ur okkar bréfaskipti við ungt fólk í
Bretlandi, og ég skrifaðist iðulega á
við ungan mann, sem hét Cressey.
Ég sit og furða mig á, hve glöð og
ánægð unga konan blinda getur verið.
Hún barmar sér ekki fyrir neinu, nefn-
ir ekki neina erfiðleika, sem hún eigi
við að stríða, það er nú öðru nær, hún
segir mér hve auðvelt henni veitist að
ráða fram úr flestum hversdagsstörf-
um. Og svo spyr ég hana, hv^r þessi
Roy Cressey eiginlega sé. Og þá sé ég
fyrst, hve falleg Liv er. Hún brosir, og
léttur roði flæðir um andlit hennar.
Hún er Ijósjarphærð og hárið eðliiega
liðað, dökk á brún og brá, og bráhárin
mjög löng. Hörundslitur hennar er
frískur, hörundið mjúkt og slétt, og
tveir djúpir spékoppar gera allt yfir-
bragð hennar sætt og kvenlegt.
— Roy kom til Noregs að hernám-
inu loknu 1945, segir hún svo. — Hann
var í flughernum og útlærður fiug-
lireyflavirki. Hann var þá aðeins tví-
tugur og varð mjög hrifinn af Noregi.
Og þess vegna hafði hann langað til
að eiga bréfaskipti við norska stúlku,
og svo var það af hreinni tilviljun,
að við Roy urðurn bréfavinir. Þetta
var afar einkennilegt, segir Liv, — því
að nú kom í ljós, að hann hafði sér-
stákan áhuga fyrir blindu fólki. Hann
átti heima í Brighton, og þar er stór
blindraskóli, svo að hann sá daolesja
blindinga þar á götum úti. Áð stríð-
inu loknu fékk lrann vinnu í pósthús-
inu þar, og þá fór hann öðru hvoru
með póstinn upp í blindraskólann. í
fyrstunni skrifaði ég honum á ritvél,
en hann vissi auðvitað frá upphafi, að
ég væri blind. Seinna lærði hann svo
blindraskrift, og smám saman tókum
við að nota hana í bréfum okkar.
Þannig liðu nokkur ár. Roy gat ekki
gleymt Noregi. Og svo skrifaði hann
mér einu sinni og sagðist ætla að koma
til Noregs í sumai'leyfinu sínu. Það
gerði hann líka. Og einn dag í júní
kom hann hingað og heimsótti mig.
Roy Cressey hefur eflaust orðið hrif-
inn, undir eins og hann sá hina indælu,
blindu norsku vinkonu sína. Hún er
reglulega sæt og hálffeimin, þegar hún
er að segja mér frá honum, og ég reyni
að ýta ofurlítið undir hana.