Heimili og skóli - 01.12.1956, Síða 9

Heimili og skóli - 01.12.1956, Síða 9
HEIMILI OG SKÓLI 117 slá uppi á veggnum, og það eru kær hljóð og kunnug. Þetta er þáttur úr lians daglega lífi, öruggur og góður. — Getið þér gert öll húsverkin og hirt um börnin alveg einsömul? — Já, það get’ég nú, segir Liv. — Það er svo eðlilegt starf fyrir konu að hirða um heimili og börn. Með heimilis- störfin og börnin gengur allt vel og auðveldlega. En mér er ekki um að fara einsömul langt að heiman. Og t. d. ekki niður í bæ. Ég er svo fegin því að hafa síma, svo að ég get pantað allar vörur heimsendar. Annars annast mað- ui'inn minn allt þess háttar aleinn eða þá með mér, þegar hann hefur lokið vinnu sinni. — Er þá ekkert erfitt fyrir yður að ganga um hér innanhúss með minni drenginn á handleggnum? Hrasið þér þá aldrei eða rekist á hurð eða stól? — Nei, það kemur varla fyrir. Hin skilvit mín eru svo vel þroskuð, bæði tilfinningin og sérstaklega þó heyrnin, að ég finn á mér, ef eitthvað er fyrir. Gangi ég að dyrunum, veit ég hvort hurðin er lokuð eða opin. Mér er ekki eins farið og sjáandi manni með bund- ið fyrir augun. Þá er það eins og að standa á einhverju tómi. Hérna á heimilinu mínu er ég öllu kunnug, og hver hlutur er á sínum stað, og þess vegna verður sjaldan nokkuð að. — Vitið þér hvernig maðurinn yðar og börnin líta út? Liv Cressey brosir. — Já, ég lief auð- vitað gert mér mynd af þeim. Fyrst og fremst segir maðurinn minn mér, hvernig allt hér inni sé útlits. Mér er mikil hjálp í því,að ég gat séð alltfram til átta ára aldurs, svo að ég man flesta liti. Þegar Roy lýsir t. d. fyrir mér stofunni hérna, og ég þreifa á lögun hlutanna og veit, að litirnir eru yfir- leitt gráir og rauðir, þá hef ég greini- lega mynd af heimilinu mínu. En ég veit auðvitað ekki með vissu, hvort sú mynd er rétt eða ekki. Ég veit einnig heilmikið um leiðina ofan í bæ. Mað- urinn minn segir mér, hvernig allt sé, sem við förum fram hjá, og eins um fólkið, sem við mætum á leiðinni. Ætl- um við í búð til að kaupa eitthvað, lýsir liann henni nákvæmlega fyrir mér, og svo þreifa ég með næmum fingrum á hverjum hlut til að kynn- ast þeim sem bezt. Þér skiljið auð- vitað, að ég er háðari manninum mín- um en flestar aðrar konur eiginmönn- um sínum. Og til allrar hamingju er Roy svo umbyggjusamur og nærgæt- inn og góður. Hann er alveg dæma- laus. Mér virðist, að mér hafi hlotnast svo mikið í lífinu, meira en mörgum öðrum. Ég er svo hamingjusöm hjá ástvinum mínum og sakna einskis utan heimilisins. — En þér hafið sennilega kynni af öðrum og komið til þeirra öðru hvoru? — N-ei, það get ég varla sagt. Mér veitist það erfiðara. Það er hið óbrotna daglega líf, sem ég ræð bezt við. Og svo er ég svo önnum kafin með heim- ilið og börnin, að enginn tími verður afgangs, og við unum okkur svo vel saman. Ég er auðvitað dálítið seinni að ýmsum störfum og seinvirkari en þeir, sem hafa sjónina. Ég verð að vera nákvæmari en aðrir og gera allt enn betur. Þegar ég t. d. þvæ stórþvott í ágætu þvottavélinni minni, get ég ekki séð, hvort allir blettir eru horfnir. En ég þvæ rækilega, svo að ég held, að þvotturinn sé venjulega alveg hreinn.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.