Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 10

Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 10
118 HEIMILI OG SKÓLI Það er ekki jafnauðvelt með alla mat- reiðslu. Eigi ég að hafa visst magn af einhverju, verð ég alltaf að mæla það. Það er erfiðara með það, sem þarf að vega. Eg mæli oftast í bolla eða skeið, og ég þreifa eftir, hvort bollinn sé fullur. Hrein hönd er jafngóð hreinni skeið, var hússtjórnar-kennslukonan mín vön að segja. Ég verð yfirleitt að þreifa meira fyrir mér en aðrir. Þegar ég helli mjólk í bolla handa Guy, finn ég á þyngdinni, þegar bollinn er orð- inn fullur. Ég er önnum kafin allan daginn, og ég fer því aldrei til vin- kvenna minna, eins og aðrar ungar frúr. Nánustu ættingjar mínir eru þeir einu, sem við hittum öðru hvoru. Og svo hef ég bréfaskipti við fáeinar vin- konur frá blindraskólanum. Mér þyk- ir mjög gaman að fara í leikhús, þegar mér einstöku sinnum gefst tæki- færi til þess. Aðalefni leiksins stendur venjulega í leikskránni, og þá segir maðurinn minn mér frá því fyrir fram. Þá get ég líka fylgst vel með og hef full not af leiknum, þótt ég sjái ekki leikendurna. Nú fer Glen litli að dotta, því að svefntími lians er að nálgast. — Á ég að bera hann inn í svefnherbergið fyr- ir yður? spyr ég. Liv þrýstir litla ang- anum fast að sér og þakkar mér fyrir, en segist helzt vilja gera þetta sjálf. Guy hefur nú snúið sér að ókunnu konunni og situr stilltur og öruggur í sófahorninu. Liv stendur upp og tekur minni snáðann í fangið og gengur með hann yfir stofugólfið, gegnum eldhúsið og inn í svefnherbergið. Hún gengur gætilega, og er eins og hún þreifi fyrir sér á alla vegu. Hún rekst hvergi á og smeygir sér liðlega fram hjá stólum og borði. Nú fæ ég tækifæri til að litast um í hinni snotru og vistlegu stofu. Ég skoða ljósmyndirnar á veggnum. Auk brúðgumamyndarinnar af Roy Cressey er þarna einnig mynd af honum ung- um í einkennisbúningi flugmanna, ásamt félöcmm sínum. Osf við hlið o o myndarinnar hanga heiðursmerki hans frá stríðsárunum. Nú er Glen litli sofnaður, og Liv Cressey kemur inn aftur. Hún sezt í sófann hjá Guy. Svo heyrum við fóta- tak fyrir utan, og einhver stappar af sér snjóinn. Hurðin opnast, og þar er Roy Cressey kominn. Hann er hár vexti, augun dökkblá, og tennumar hvítar óg fallegar. Hann er mjög lát- laus, ungur maður og dásamlega alúð- legur við konu sína og lætur á engan hátt á því bera, að hún sé blind. Hann er hrífandi elskulegur við drengina sína, og honum þykir skemmtilegt, að aðrir skuli einnig hafa veitt litlu fjöl- skyldunni hans eftirtekt. — Yður þykir vænt um Noreg, herra Cressey? — Já, ég uni mér vel hér. En mig langar samt til að fara með fjölskyld- una í heimsókn til Englands. Glen er aðens of lítill enn til þess, og ég fer hvergi, án þess að hafa öll þrjú með mér. Við verðum alltaf að halda hóp- inn. Nú er ég aftur á leiðinni ofan í bæ- inn. Hér er feikna fannkyngi, og ég verð að kafa skaflana. Ég nem snöggv- ast staðar og spyr nábúakonu til vegar, því að hér er ég alveg ókunnug. Henni

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.