Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.12.1956, Blaðsíða 11
HEJMILI OG SKÓLI 119 Júdit Jónbjörnsdóttir, kennslukona, fimmtug Mánudaginn 10. desember síðastlið- inn varð frk. Júdit Jónbjörnsdóttir kennslukona fimmtug. Júdit er Hún- vetningur að ætt og þykir sómi að. Enda ekki að ástæðulausu, því að þar hefur jafnan vaxið upp traust og kjarngott fólk og margt afburða- manna á þangað rætur að rekja. Frk. Júdit er fædd 10. des. 1906 og voru foreldrar hennar hjónin Ingibjörg Lárusdóttir og Jónbjörn Gíslason, en þau munu aldrei hafa búið við ríkan kost frekar en margt alþýðufólk á þeim dögum, enda kom þá hvert harð- indavorið á eftir öðru. Þau hjón eign- uðust mörg börn, sem öll dóu í bernsku eða æsku, nema þessi eina dóttir. Húnavatnssýsla átti þá sína Forsælu- dali og Skuggahlíðar og sólin mun ekki alltaf hafa skinið á veg Júditar á uppvaxtarárum hennar. En hún komst út úr forsælunni og ruddi sér braut til sjálfstæðrar stöðu, sem hefur ekki aðeins veitt henni lífsuppeldi, er þegar ljóst, lrvaðan ég muni koma, og segir því: — Þessi tvö þarna eru ef- laus hamingjusömustu hjón í heimi. Við heyrum svo oft glaðlegan hlátur þeirra. Og svo er unga frúin svo dug- leg. Hún vill ekki þiggja neina hjálp, henni er það svo mikils virði að vera sjálfbjarga, óháð. Og svo er hún svo söngvin. Hún leikur ágætlega á slag- hörpu. Eg kafa áfram yfir tún og grundir. Umhverfis mig er fagur heimur, en ekkert getur verið jafnfagurtsemfund- ur minn og ungu konunnar blindu, sem er miðdepillinn á samræmu og innilega samstilltu heimili, þar sem manni hennar og börnum líður vel. Og sjálf liefur hún fundið hamingjuna í sínunr litla, innibyrgða heimi. Henn- ar gleðí felst í nánasta umhverfi henn- ar. Við hin erum alltaf á þan-spani eft- ir einhverjum nýjungum, nýjum kynn- um, nýjum viðburðum, nýjum draum- um. En hún saknar einskis, og það er ef til vill þess vegna, sem hún hefur fundið hamingjuna og eignast hæfi- leikana til að gera einnig ástvini sína hamingjusama. Helgi Valtýsson þýddi.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.