Heimili og skóli - 01.12.1956, Síða 13

Heimili og skóli - 01.12.1956, Síða 13
HEIMILI OG SRÓLI 121 ÓLAFUR GUNNARSSON, sálfræðingur: Frá móti norrænna lestrarsérfræðinga Erindi flutt í Ríkisútvarpið 10. ianúar 1956. I. Dagana 18.—22. ágúst 1954 var mót norrænna lestrarsérfræðinga haldið í Kaup- mannahöfn og var það annað mót þeirrar tegundar, sem haldið hafði verið á Norður- löndum, hið fyrsta var einnig haldið í Kaupmannahöfn árið 1948. Ástæðan til þess að Danir tóku að sér mestan veg og vanda mótanna er sú, að þeir eru í farar- broddi hvað þessi mál varðar meðal Norð- urlandaþjóða og hafa leyst vandræði þeirra, sem við lestrarörðugleika eiga að etja af mikilli prýði og öðrum til fyrirmyndar. Kom það greinilega fram í ræðum norsku, sænsku og finnsku fulltrúanna, að þeir teldu sig byrjendur á þessu sviði í saman- burði við Dani. Þátttakendur voru 350, þar af 275 frá Danmörku, 3 frá Finnlandi, 10 frá Noregi og 52 frá Svíþjóð. Ég var eini íslendingurinn, sem sótti mót þetta, en ég sat það sem gestur. Á fyrsta degi mótsins gerðu fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð grein fyrir því, sem áunnizt hefur 6 síðustu árin á sviði lestrarkennslu. I Danmörku er staðan þannig, að öll stærri bæjarfélög hafa skólasálfræðinga starfandi einn eða fleiri eftir stærð bæj- anna. Til sveita skipuleggja sérstakir ráð- gjafar sérkennsluna en hún nær einkum til barna, sem eiga við lestrarörðugleika að etja svo og tornæmra barna. Áður en sér- fræðingarnir hófu starf sitt hætti kennur- um og foreldrum við að telja það heimsku- merki ef barni gekk mjög illa að læra að lesa. Skólasálfræðingarnir sönnuðu, að þótt lítil greind væri oft aðalorsök til lestrar- örðugleika þá var því ekki nándar nærri alltaf til að dreifa. Hins vegar geta lestrarörðugleikar barna hæglega dregið úr kjarki þeirra, gert þeim skólanámið allt að því óbærilegt sökum þess, að þau eru stöðugt að bíða ósigra, en það getur aftur leitt til vanmetakenndar cg skapgerðargalla, sem seint verða bættir. Danir urðu fyrstir til þess að skilju hversu áríðandi væri að koma slíkum börnum til

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.