Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 15

Heimili og skóli - 01.12.1956, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI 123 fræðingar hafa sannað að einhliða aðferðir eru forkastanlegar, en réttast er að nota þær jöfnum höndum eftir því sem við á hverju sinni. Fyrir 30 árum héldu margir kennarar að hljóða- eða orðmyndaaðferð væri allra meina bót, nú vita menn, að hvorug aðferðin á við öll börn, en gamla stöfunaraðferðin hefur reynzt notadrýgst enda felur hún í raun og veru í sér bæði hljóða- og orðmyndaaðferð. Dönsku lestr- arsérfræðingarnir leggja mjög mikla áherzlu á að börnin læri að stafa og skipta orðum í atkvæði, enda verður ekki bætt úr lestrarörðugleikum nema þetta hvort tveggja sé í lagi. Þjóðir, sem ekki hafa fylgzt með þróuninni hvað lestrarkennslu varðar, geta enn þann dag í dag gert börn- unum tjón vegna þess að kennararnir ein- skorða sig við ákveðnar lestraraðferðir. Dugir ekki i þessu sambandi að benda á að Pétur hafi náð góðum árangri með því að læra að lesa samkvæmt ákveðinni aðferð sökum þess að Páll getur verið illa læs vegna hennar, en Pétur og Páll eiga vitan- lega jafnan rétt á kennslu, sem er við þeirra hæfi. Magister Tordrup, sem um margra ára skeið hefur stjómað skólasálfræðiskrifstof- unni í Gentofte, sem er útborg Kaupmanna- hafnar, taldi að Danir hefðu á síðustu árum komið í veg fyrir lestrarörðugleika margra barna með því að leiða foreldrum fyrir sjónir, að glapræði væri að setja börn of snemma í skóla, enda hefur nú verið bann- að í Danmörku að taka börn í ríkis- og bæjaskóla innan sjö ára aldurs. Það var orðin tízka í Danmörku að hefja skóla- nám barnanna sem fyrst, jafnvel þegar þau voru aðeins 6 ára eða jafnvel yngri. Þegar slíkt var gert án þess að athuga um greind- arþroska þeirra, gat svo farið, að börn, sem ekki vom nema 3—4 éra að vitaldri væru sett í skóla í þeim tilgangi að kenna þeim lestur, en það er vitanlega algerlega óhæfi- legt að gera þær kröfur til barns með 3— 4 ára vitaldur að það geti lært að lesa. III. Allir sálfræðingar, sem hafa gert skóla- sálfræði að sérgrein sinni og unnið að rann- sóknum á skólaþroska barna, eru sammála um, að barn, sem ekki hefur náð allt að 7 ára vitaldri eigi ekki að hefja skólanám, ef gert sé ráð fyrir að skóianámið hefjist á lestrarkennslu. Þar eð aðeins helmingur barnanna hefur náð 7 ára vitaldri þegar áraaldur þeirra eru sjö ár, þýðir þetta það, að helmingur barnanna er látinn hefja nám sem þau í raun og veru ráða ekki fullkom- lega við og hvað um það bil 20% þeirra varðar alls ekki, en það eru þau sem hafa minna en 90 í greindarvísitölu. Niðurstöðu- tölurnar eru þær, að um það bil 50% barna geti hafið lestrarnám með góðum árangri 7 ára og um það bil 20% enn yngri. 80% eigi að geta hafið það með góðum árangri 8 ára, en 20% ættu helzt að bíða með það þangað til þau eru 9—10 ára gömul. Þar sem öll börn eru sett í skóla 7 ára, má ljóst vera, að þeim kemur skólagangan að mjög misjöfnu gagni fyrsta árið, sumum er hún til ógagns. Amerískir sérfræðingar telja, að lestrarþroskinn sé einn liður í hinni almennu þróun barnanna og þegar þeir athuga þroska baranna tala þeir um lestraraldur, vitaldur, þyngdaraldur, tannaldur, beina- aldur og kraftaaldur. Summu alls þessa kalla þeir organiskan aldur og hann mæla þeir eins nákvæmlega og almennt er í Danmörku að mæla vitaldurinn. Það hef- ur komið í ljós að lestraraldurinn eða lestr- arþroskinn er í samræmi við þroska barns- ins á öðrum sviðum. Samkvæmt þessu er ekki rétt að tala um lélegan lestur hjá

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.